Leita í fréttum mbl.is

Gengislánaskuldari vörslusvipti bíl af Lýsingu dæmin snúast við.

Gengislánaskuldari kveðst hafa farið inn á geymslusvæði Lýsingar í nótt og dregið þaðan bíl - til tryggingar endurgreiðslu frá Lýsingu. Hann gefur Glitni 7 daga frest til að veita sér tryggingu fyrir endurgreiðslu og segist ekki ætla að láta það líðast að níðst verði á verkalýðnum til að bjarga fjármálageiranum og ríkisstjórn úr kreppunni.

Maðurinn kveðst hafa í sinni vörslu tæki frá SP fjármögnun , auk bílsins sem hann hafi svipt frá Lýsingu í nótt.
Maðurinn segist einnig hafa verið í viðskiptum við Glitni - og hótar því að svipta einnig tæki frá bankanum fái hann ekki tryggingu fyrir endurgreiðslu innan sjö daga.
„Ég er ekki að stela af Lýsingu frekar en Lýsing stal af mér. Ég er að beita sömu aðferðum og þeir beittu á mig. Þeir töldu mig skulda sér fé og tóku hluti frá mér. Nú svara ég í sömu mynt."

Maðurinn telur fjármögnunarfyrirtækin þrjú, Lýsingu, SP fjármögnun og Glitni, skulda sér samtals um 5 milljónir. „Það varð hrun og má alþýðan ekki standa á sínum rétti. Hve lengi eiga þessi fyrirtæki  og ríkisstjórnin að fá að halda áfram að níðast á verkalýðnum og stela af alþýðunni. Ég ætla ekki að gefa þeim meiri frest."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klukk

Vildi að fleiri gerðu þetta. Hvar geymir Avant vörslusviptu bílana "sína"? Á bílasölum úti um allt?

Klukk, 1.7.2010 kl. 19:54

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Nú er bara að leita.

Rauða Ljónið, 1.7.2010 kl. 20:12

3 identicon

Heill og sæll Sigurjón (Rauða ljón) - og þið aðrir, gestir hans !

Sigurjón !

Þakka þér fyrir; þessa tölu, en,......... ég vara þig við, að styggja valdastéttina, og vini hennar, með skrifum þínum. 

Ísfirzkur maður; Björn Birgisson, í Grindavík suður - einn, velunnara Jóhönnu og Steingríms - allt; til veraldar enda, vísaði mér kurteislega, af síðu sinni, fyrir stundu.

Við skulum gæta að því; að hin rotnandi íslenzka valdastétt, á sér formælendur nokkra, hér í spjallheimum - og fannst mér því rétt, að vara þig við þeim heilaga söfnuði, hentugleika sannindanna, Sigurjón minn.

Með beztu kveðjum, sem ætíð, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Heill og sæll Óskar þakka innlitið íslenska valdaslétt á sína vini hér sem sjá ekki veröldina né land nema í gegnum nálarauga, en fleiri eru þeir nú samt á Eyjunni.
Það verður víst að  passa sig að styggja ekki um  of valdastéttina.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 1.7.2010 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband