Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
23.1.2007 | 16:17
Bros í Straumi
Á næstunni fá Hafnfirðingar að segja álit sitt á fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík. Í kosningunum gera kjósendur upp við sig hvort nýtt deiliskipulag sem gerir álverinu kleift að stækka hugnist þeim eða ekki. Í kosningunni eru valkostirnir ekki þeir að álverði verði áfram í óbreyttri mynd eða stækki, heldur hvort það fær að stækka og þróast til framtíðar eða hvort upphafði að endinum verður ákveðið. Sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að hagsmunaaðilar upplýsi almenning um staðreyndir máls og dragi fram kosti og galla á heiðarlegan hátt.
Umræðan um álverið í Straumsvík og væntanlega stækkun hefur oft byggt á miklum fordómum á nýliðnu ári, en fordómar er samkvæmt skilgreiningu; dómur er byggir á óbeit, sem ekki styðst við reynslu, rök eða þekkingu. Fordómar eiga því ekki erindi inn í eðlilega, uppbyggjandi umræðu.
Þrátt fyrir að tilfinningar okkar séu oftar en ekki byggðar á veikum útreiknanlegum forsendum eru tilfinningaleg rök gild rök.. Við erum einfaldlega með einu og á móti öðru af því að reynslan segir okkur að hitt eða þetta samræmast ekki lífsýn okkar eða tilfinningum. Það sem skiptir þó mestu máli þegar við viðrum skoðanir okkar opinberlega er að vera eins málefnaleg og við höfum vit til og að fara ekki með fleipur. Þetta hefur stundum skort hjá þeim er harðast ganga fram gegn stækkun álversins í nafni náttúruverndar eða vegna oftúlkunar á sjónrænum áhrifum stækkunar á ásýnd bæjarins.
Álverið í Straumsvík á sterkar rætur hjá gamalgrónum Göflurum, enda hefur álverið lengi verið ein sterkasta stoðin í atvinnulífi bæjarins. Fjölmargir Hafnfirðingar vinna hjá Alcan, hafa unnið þar bróðurpart starfsæfinnar, verið þar sumarstarfsmenn eða eiga sitt undir verktöku eða viðskiptum við Alcan. Mín tilfinning er að hartnær allir samstarfsmenn mínir hjá Alcan og verktakar séu hlynntir stækkun, það hljóta að vera bestu meðmæli sem fyrirtæki getur fengið í kosningabaráttu sem þessari.
Mikil ábyrgð verður lögð á herðar Hafnfirðinga í komandi kosningum. Í 40 ár hafa ýmsir atburðir tengdir álverinu vakið athygli um land allt og flestir íslendingar hafa einhvertíman myndað sér skoðun á því, það er eðlilegt því álverið hefur verið í stöðugri þróun frá upphafi og hefur brotið blað á mörgum sviðum. Alcan hefur um árabil verið lang stærsti raforkukaupandi landsins og í fararbroddi hvað varðar sérhæfða tækni sem og þróun tölvukerfa í iðnaði. Alcan rekur mjög metnaðarfulla umhverfis-, heilsu- og öryggisstefnu sem miðar að lámörkun mengunar og umhverfisáhrifa og því að enginn beri skaða af starfi sínu,. Þess má geta að árangur í öryggismálum og mengunarvörnum er tengdur bónusgreiðslum til starfsmanna.
Starfsmannastefnan álversins hefur frá upphafi verið með þeim hætti, að þeir sem hefja störf í álverinu í Straumsvík ílengjast gjarnan svo áratugum skiptir. Þar fara saman þeir þættir er starfsfólk metur að verðleikum hvað varðar starfsumhverfi, kaup og kjör. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður sem á skilið að fá að halda stöðu sinni sem framsæknasta stóriðja landsins. Til þess að svo megi verða til framtíðar er nauðsyn að fyrirtækið fái að þróast og stækka á eðlilegan hátt.
Kveðja
Reir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2007 | 03:36
Áfram Ísland,stolt okkar og skjöldur.
Tek undir hjá félaga mínum Tryggva hér að neðan.
Kraftmikið Ísland getur allt.
Íþróttir undirbýr fólk undir lífið sem gerir það tilbúið að takast á við kraftmikið atvinnulíf.
Við umhverfissinnar sem viljum byggja upp Ísland í sátt við náttúruna óskum handboltalandsliðinu okkar til hamingju með árangurinn og höfum trú á að skipstjórinn Alfred komi liðinu alla leið í úrslitaleikinn.
Tap, sorg, vonbrigði, óréttlæti, sigur.
Þetta er allt sem við þekkjum.
Ísland heimsmeistarar og stækkun Alcans?
Já Takk
ÁÞ
Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 20:49
Með eða á móti stækkun í Straumsvík
Það er ekki til umræðu núna. Vil njóta þess að vera galinn virkjannasinni og öfga þjóðremba meðan ég þurrka tárin eftir leik Íslendinga og Frakka í kvöld.
Tryggvi L. Skjaldarson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 11:25
Það er víst pláss fyrir stækkun álvers í Straumsvík.
Mörður Árnason fer stórum orðum um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík í Blaðinu á laugardag 20 Hann hefur þá skoðun að íslenska stóriðjuákvæðið samkvæmt Kyoto-samningnum rúmi ekki stækkun álversins í Straumsvík. En Mörður gerir eina regin skyssu í reikningum sínum. Stjórnvöld hafa þegar gefið út starfsleyfi fyrir stækkun í Straumsvík og hefur fyrirtækið því leyfi til að framleiða allt að 460 þ.t. af áli á ári. Ef lögð eru saman starfsleyfi allra álveranna þá fæst vissulega tala sem er hærri en sú sem nefnd er í Kyoto samningnum, en Norðurál hefur ekki ennþá ákveðið að nýta sér sitt starfsleyfi að fullu og því mun stækkun í Straumsvík ein og sér ekki valda því að CO2 útblásur verði meiri en getið er í Kyoto! Það er ekki fyrr en Norðurálsmenn ákveða að nýta sitt starfsleyfi að fullu sem við förum yfir mörk Kyoto samningsins. Enginn veit hvort eða hvenær þeir taka þá ákvörðun og það hefur auðvitað ekkert með stækkun í Straumsvík að gera!
Mörður rennur líka á rassinn í eigin aur þegar hann talar um CO2 útbástur sem mengun. Það vita allir sem eitthvað hafa lært í efnafræði að allar lífverur á þessir jörð sem við byggjum gefa frá sér CO2 á einhvern hátt án þess að það sé talað um að tilvera lífs á jörðinni sé mengun! Á síðustu árum hafa menn rætt um gróðurhúsalofttegundir og þar fellur CO2 vissulega undir.
Það er undarlegt hvernig einstakir þingmenn eru farnir að ráðast á okkur Hafnfirðinga og starfsmenn álversins í Straumsvík með blaðagreinum og ummælum eins og þeim sem Mörður viðhefur í Blaðinu í dag. Væri þeim ekki nær að hugsa um hag starfsfólksins sem er búið að leggja mikla vinnu í undirbúning að þessari stækkun og endurnýjun verksmiðjunnar? Það er ljóst að ef ekki fæst leyfi til að endurnýja, þá mun samkeppnin valda því að Ísal verður bara til á sjöldum sögunnar innan fárra ára!
JG.
Stækkum Alcan. JÁ TAKK.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 08:12
Stækkum í Straumsvík það þíðir 346, ársverk óbein og afleidd ársverk 830, eða samtals 1.176. á höfuðborgarsvæðinu.
Afhverju má ekki stækka fyrirtæki sem gengur vel? Hagnaður ár eftir ár eftir ár. Gengið fellur samt skilar fyrirtækið hagnaði,kreppa ,atvinnuleysi, alltaf mallar fyrirtækið okkur öllum til góða.Fjöldauppsagnir aldrei,gjaldþrota aldrei,tap sjaldan og ef svo væri þyrfti fyrirtækið eftir sem áður að borga skatta og skyldur!! Ef Rannveig fær að ráða verður skattalögum hvað varðar Ísal breytt þannig að æ stærri hluti kemur í hlut Hafnarfjarðar.Núna fer meirihlutinn í ríkissjóð,við viljum láta meirihlutann ganga til Hafnarfjarðar. Fyrirtækið borgar háa skatta,eftir miklu er að slægjast.Fyrirtækið er afburða vel rekið ,markmiðið er alltaf að gera betur í dag en í gær og það gengur eftir!! Er ég að lýsa íslensku fyrirtæki ?? Já,stjórnað af íslendingum,rekið af íslendingum og starfsmennirnir eru allir íslendingar.3-skálinn datt út í sumar,hann kom inn í september sem er heimsmet sem eftir hefur verið tekið!!! Fyrirtækið hefur eytt dýrmætum tíma í að afsaka tilveru sína en ekki lengur, of mikið er í húfi fyrir land og þjóð og Hafnarfjörð. "Jón sterki í Íslandsklukkunni svaraði, er spurður hvort hann væri íslendingur?? Tja ég er nú bara úr Kjósinni." Stækkun eða ekki í Straumsvík, snertir alla íslendinga en hafnfirðinga mest því þeir fá að kjósa um það en við ekki(hinir islendingarnir)Höfuðkostir álversins fyrir utan stjórnendur og starfsmenn sem er eitt og hið sama er staðsetningin. Nálægðin við fjölmennið og fjölmenninguna ræður úrslitum um að þar verður alltaf nóg vinnuafl!!Mengunin bitnar á heimsbyggðinni jafnt en verður minni en ef við byggðum í öðrum heimsálfum sem yrði raunin. Stækkum í Straumsvík drögum andann og hugum að fleiri möguleikum með orkuna.Eigin orkugjafar fyrir flotann og bílaflotann væri æði t.d.!!Okkur er öllum ljóst að það verða ekki byggð þrjú ný álver.Stækkum í Straumsvík!!!
Ykkar Kv, L H.
Stækkum Alcan. JÁ TAKK.
22.1.2007 | 04:50
Tannkrem er stórhættulegt samkvæmt kenningu Vinnstri-grænna?
Mælingar á flúor í gróðri nú eru svipuð og þau voru áður en framleiðsla hófst hjá fyrirtækinu Alcan/ísal eða um 3-5 ppm. Gróðurverndarmörk eru 30 ppm og heilsuverndarmörk margfalt það. Sem dæmi þá er um 1000-1500 ppm flúoríð í tannkreminu heima hjá þér.
Hættum að hlusta á bullið í afturhaldsinna flokknum.
Kraftmikið atvinnulíf í Hafnarfjörð
Stækkum Alcan. JÁ TAKK.
ÁÞ
21.1.2007 | 05:09
Við hjá ALCAN erum með umhverfismálin á heilanum og höfum unnið góða áfanga sigra.
Við hjá Alcan erum með 3 Þurrhreinsistöðvar sem gegna því hlutverki að hreinsa flúorið og ryk úr afsogi. Hreinsað flúor er síðan notað aftur við vinnsluna.. Síupokar gegna því hlutverki að hreinsa ryk úr gasinu áður en það fer út í andrúmsloftið aftur. Í okkar fyrirtæki hefur mikið áunnist á síðustu árum og höfum við minnkað gróðurhúsaáhrif í andrúmsloftið um allt að 70% á síðasta áratug og munum við halda áfram á sömu braut. Ég tel að þessi árangur okkar í umhverfis og öryggismálum hljóti að valda eftirtekt annara fyrirtækja í sambærilegum rekstri.
Það er ömurlegt fyrir þjóð okkar? Ef þjóðin ætlar að veita brautargengi í okkar þjóðfélagi, stjórnmálaflokkum eins og Vg og SF sem virðast ætla miðað við forystu Ingibjargar og Steingríms? Ráðast á vinnandi fólk. Þeirra hugsjón er aðeins ein að berjast gegn vinnandi fólki með lífsvæn laun.
Síðan vil ég minnast á könnun Fréttablaðsins þar sem kemur í ljós að jafnaðarmannaflokkur getur aldrei barist gegn framförum á Íslandi þótt viss hluti þjóðarinnar safnist saman í afturhaldssaman fortíðar flokk Vg.
ÁÞ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 14:32
Bandalag hina viljugra þingmanna.
Bandalag hina viljugra þingmanna vilja nú ráðast inn á starfsmenn Alcan og eru að reyna að fá þjóðina með sér Vinstri Grænir ætla sér að leiða þá baráttu og blása nú í sína herlúðra, sýna skal,,og nú skal tilgangurinn helga meðalið,, og sverta skal Starfsmenn Alcan niður, sömu brögðum skal beytt og Bush beytti á sínum tíma.
Nú á þessum laugardegi eru í blöðum greinar eftir Steingrím J. og Mörð Árnassonar báðir tveir fara beint í kokkabækur C.I.A. Og þykir þeim það eflaust mikil fengur að geta vitnað upp úr þeim.
Nú ætla þessir þingmenn að fá þjóðina með sér og ráðats á atvinnu öryggi Hafnfirðinga.
Megin dráttur greina þeirra fjalla um atvinnu uppbyggingu Hafnarfjarðar og hverin skulu koma í veg fyrir það.
Það er eins og einhver manía sé í gangi nú all skal gert til að atvinnulíf í Hafarnarfirði megi ekki blómstar, Vinstri Grænir eru þar í farabroddi og ætla sér að ná í atkvæði á kosnað starfsmanna Alcan og beyta öllu lyfjum sem þeir komast yfir.
Mörður vitnar í einhverja tölur til sýna fram á það að allt sé að fara til veri vegar, hinsvegar, ekki tekst honum betur til þegar hann endar greinina sína ræðsta hann á látinn mann og ásakar hann um orð er hann hafði aldrei sagt eða er hann að rugla saman mömmun?
Atvinnu- og efnahagslíf, Hafnarfjarðar með stækkun Alcan.
Sem Bandalag hina viljugra þingmanna, vilja koma í veg fyrir.
Ný ársverk sem skapast vegna rekstrar álversins eru áætluð 346, óbein og afleidd ársverk 830, eða samtals 1.176. Ársverk á höfuðborgarsvæðinu eru nú um 48% af íbúafjölda svæðisins. Gert er ráð fyrir að þetta hlutfall hækki smám saman á næstu árum í 50% af íbúafjöldanum vegna breytinga í aldursskiptingu sem verður vegna hækkandi hlutfalls 50-65 ára fólks og minnkandi fæðingatíðni. Forsendur spár um íbúafjölgun eru þær að fyrir hvert 1 nýtt starf sem skapast vegna stækkunar álversins fjölgi íbúunum um 2. Áætluð íbúafjölgun sem leiðir af fyrirhugaðri stækkun álversins er því áætluð um 2.350 manns. Þessi tala byggir á þeirri forsendu að þegar rekstur tveggja viðbótaráfanga álversins hefst á árunum 2008 og 2010, eins og áætlað er, verði nokkurn veginn fullt atvinnustig á svæðinu. Ef atvinnuleysis mun gæta í einhverjum mæli þegar að þessu kemur, munu þau viðbótarstörf sem verða til í álverinu draga úr atvinnuleysi á svæðinu og leiða til minni íbúafjölgunar en ella. Þannig mun líklega verða nokkuð mikil fylgni milli atvinnuleysisstigs og íbúafjölgunar, þ.e. í öfugu hlutfalli. Einnig skal ítrekað að áætlun um fjölda óbeinna og afleiddra starfa er með nokkrum skekkjumörkum sem getur hækkað eða lækkað áætlaða íbúatölu um allt að 300 manns.
Stækkum Alcan. JÁ TAKK.
Kv.Svig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2007 kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 20:56
Er Hafnarfjörður í draumi frá Sól í Straumi?
Fullt af fyrirtækjum hafa hótað að flytja búferlum til annara landa vegna há -gengisstefnu ríkisstjórnarinnar. Aldrei er talað um hótun eða mútur af hálfu forsvarsmanna þeirra fyrirtækja?
Þegar fyrirtækið Alcan segir rétt og satt frá þá er talað um hótun eða mútur?
Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur verið lagt í þvílíkt einelti og Alcan.
Hvar yrði Hafnarfjörður staddur eftir nokkur ár ef Actavis færi með alla sína starfsemi úr landi og álverið í Straumsvík væri hætt rekstri? Við myndum þá kannski stóla á að kjúklingastaðurinn Kentucky fried bæri bæinn uppi eða önnur lykil fyrirtæki í ferðamannadraumi Sólar í Straumi.
ÁÞ
19.1.2007 | 15:30
Rauða Ljóninu og Gunnar Svavarsson á Bóndadegi
Sæll. Gunnar Svavarsson,
Bæjarfulltrúi og foseti bæjarstjórnar og tilvonandi þingmanna Samfylkingar gangi þér allt í haginn og til hamingju með Bóndadaginn.
Las gein þína í Fréttablaðinu í morgun ágætis umræða og vangaveltur um stækkun Alcan og framtíðar horfur um okkar kjæra Fjörð.
Varðandi uppbyggingu atvinnulífsins á næstu árum og hagsæld Hafnarfjarðar og iðnaðaruppbyggingu sem nú á sér stað og þróun sem þar er að gerast.
Ég sé jákvætt við horf þitt til framtíðar uppbyggingar í Kapelluhrauni og á þeim iðnaði sem þar er og kemur til með að vera .
Kv , Svig
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.1.2007 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó