Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
30.6.2010 | 13:03
Níðst á alþýðunni á Íslandi, hvar er ASÍ.
Á þeirri forsendu er full ástæða fyrir Alþýðusamband Íslands að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að grípa til róttækra aðgerða vegna þessarar ákvörðunar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins þar sem þau skilaboð eru send út að dómar hæstaréttar gildi ekki fyrir fjármálakerfið heldur einungis fyrir sauðsvartan almúgann.
Formaður Verkalýðsfélags Akraness hvetur alþýðu þessa lands til að standa saman og sýna íslenskum stjórnvöldum fulla hörku og það verði ekki liðið að dómar hæstaréttar gildi ekki fyrir alla í þessu landi. Oft hefur verið þörf fyrir samstöðu en nú er nauðsyn," skrifar Vilhjálmur á vef verkalýðsfélagsins.
Segir níðst á alþýðunni á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2010 | 22:57
Hagsmunasamtök heimilanna vilja í ljósi tveggja Hæstaréttardóma að stöðva allar innheimtuaðgerðir vegna þeirra lána
Forráðamenn fjölmargra fjármálafyrirtækja hafa komið fram í fjölmiðlum, lýst lán síns fyrirtækis vera öðruvísi en þau lán sem fjallað var um í dómum Hæstaréttar og dómana því ekki ná til þeirra. Samtökin furða sig á þessum yfirlýsingum, þar sem dómar Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir varðandi ólögmæti gengistryggingar. Í dómsorði með dómi nr. 153/2010 segir m.a.:
..Talið var að vilji löggjafans kæmi skýrlega fram í því að í orðum 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 væri eingöngu mælt fyrir um heimild til að beita tilteknum tegundum verðtryggingar, en þar væri ekkert rætt um þær tegundir sem óheimilt væri að beita. Lög nr. 38/2001 heimiluðu ekki að lán í íslenskum krónum væru verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Þá væru reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og yrði því ekki samið um grundvöll verðtryggingar, sem ekki væri stoð fyrir í lögum.
Hagsmunasamtök heimilanna geta ekki skilið þessi dómsorð á nokkurn annan hátt, en að öll lán þar sem höfuðstóll lánanna er tilgreindur í íslenskum krónum hvað sem varðar aðra útfærslu á lánssamningum teljist skuldbinding í íslenskum krónum. Um þetta verður vafalaust deilt, en þar til úr þeim deilum hefur verið leyst, þá skal túlka samninginn neytandanum í hag. Kemur þetta skýrt fram í tölulið b í 36. gr. laga nr. 7/1936, samningalaga, sem hljómar svona:
[Regla 2. málsl. 1. mgr. gildir ekki þegar aðilar eða stofnanir sem hafa það hlutverk að vernda neytendur geta gripið til aðgerða samkvæmt landslögum til að fá úr því skorið hvort samningsskilmálar sem ætlaðir eru til almennrar notkunar séu ósanngjarnir.]1)]2)
1)L. 151/2001, 1. gr. 2)L. 14/1995, 3. gr.
Lögin segja hér beinum orðum að vafi skuli vera túlkaður lántaka í hag. Hagsmunasamtök heimilanna gera þá kröfu til fjármálafyrirtækja að bókstafur laganna sé virtur. Hafa skal í huga að ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 var innleitt í íslensk lög til að uppfylla tilskipun 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Hér er því um samevrópskar reglur að ræða.
Burt séð frá öllum lagalegum atriðum, þá liggja bæði siðferðisleg og viðskiptaleg sjónarmið fyrir því að innheimtu lána sé frestað eða takmörkuð við upphaflega greiðsluáætlun. Viðskiptasamband fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra hefur beðið verulegan hnekki með dómum Hæstaréttar. Fjármálafyrirtækin hafa mörg sýnt viðskiptavinum sínum ótrúlega óbilgirni og á síðustu dögum fyrir dómsuppkvaðningu, þá gekk sú harka fram úr hófi. Nú telja Hagsmunasamtök heimilanna komið að því að fjármálafyrirtæki taki nokkur skref til baka og hugsi sinn gang. Hvert er það viðskiptasamband sem fyrirtækin vilja hafa við viðskiptavini sína og hvernig geta þau bætt fyrir þann skaða sem þau eða forverar þeirra hafa valdið viðskiptavinum sínum með ólöglegum lánveitingum, ólöglegum innheimtum og ólöglegum aðförum að ekki sé talað um aðra og alvarlegri þætti.
Hagsmunasamtök heimilanna vilja í ljósi tveggja annarra Hæstaréttardóma sem kveðnir voru upp 16. júní 2010, þ.e. dóma nr. 347/2010 og 315/2010, benda á að lántaki getur skaðað stöðu sína með fyrirvaralausri stöðvun greiðslu af lánum án þess að sannanleg samskipti séu í gangi milli lántaka og lánveitanda. Í fyrra málinu hélt lántaki lánveitanda vel upplýstum um gerðir sínar, tilgreindi ástæður og gaf þannig lánveitanda færi á að bregðast við. Hæstiréttur dæmdi lántaka í hag. Í síðara málinu var greiðslu hætt án fyrirvara og án þess að lánveitanda væri gefið færi á að koma með viðbrögð. Þetta varð til þess að Hæstiréttur dæmdi lánveitanda í hag. Lánveitandi var sá sami í báðum tilfellum. Samtökin vilja því brýna fyrir lántökum að tilkynna lánveitanda um ástæðu greiðslustöðvunar, komi til hennar, eða breytingu á greiðslutilhögun, s.s. að takmarka hana við upphaflegu greiðsluáætlun.
Hagsmunasamtök heimilanna lýsa að lokum yfir vilja samtakanna til að koma til viðræðna við fjármálafyrirtæki og stjórnvöld um hvernig leysa megi skuldavanda heimilanna. Dómar Hæstaréttar frá 16. júní sýna að málflutningur samtakanna varðandi gengistryggð lán var á rökum reistur. Samtökin eru jafn sannfærð um að málflutningur þeirra varðandi verðtryggð lán er byggður á traustum grunni. Samtökin gera sér grein fyrir að vandi allra verður seint leystur með almennu samkomulagi, en sértæk skuldaaðlögun og greiðsluaðlögun mun nýtast mörgum af þeim sem eftir standa. Skora þau því á fjármálafyrirtækin og stjórnvöld að koma til viðræðna við hagsmunaaðila á neytendahliðinni um það hvernig sé hægt að leysa skuldavanda vel flestra heimila í landinu öllum aðilum til hagsbótar.
Hagsmunasamtök heimilanna
www.heimilin.is
18.6.2010 | 22:44
Sorglegt látinn er 8 ára gömul hetja.
Hinn átta ára gamli, Tyanthony Duckette, lést í dag þegar hann reyndi að bjarga sautján mánaða gömlum bróðir sínum úr brennandi húsi í Queens í New York.
Tyanthony var heima ásamt tveimur systkinum sínum af sex á meðan móðir þeirra ók hinum í skólann. Amma þeirra var heima til þess að passa þau.
Eldurinn virðist hafa læst sig snögglega í innanstokksmunum í húsinu sem varð alelda á stuttum tíma samkvæmt vefsíðu New York Post. Amman náði að koma Tyanthony og tíu ára systur hans út úr húsinu.
En þegar Tyanthony áttaði sig á því að sautján mánaða gamli bróðir hans var enn inni hljóp hann aftur inn í húsið með þeim afleiðingum að báðir létu lífið.
Slökkviliðið kom stuttu síðar á vettvang og náði börnunum út og reyndi að endurlífga þau án árangurs.
15.6.2010 | 14:16
Ríkisstjórnin hyggur að setja bráðabirgðalög Dæmi Hæstiréttur svo, lækkar höfuðstóll gengisbundinna lána verulega.
Hæstiréttur fjallar um tvö mál, þar sem héraðsdómur dæmdi annars vegar gengisbindinguna lögmæta, hins vegar ólögmæta. Óvissa er því talsverð um hvað verði ofan á. Einn möguleikinn er að gjaldeyrisbinding lána verði dæmd ólögmæt, en að öðru leyti ekki hróflað við skilmálum. Það myndi þýða að upphafleg krónutala lánanna gildi að teknu tilliti til afborgana og vaxta. Dæmi Hæstiréttur svo, lækkar höfuðstóll gengisbundinna lána verulega. Eins og fram kom í fréttum á föstudag telja allir stóru bankarnir að þeir muni þola slíkan dóm, en hann yrði þó kostnaðarsamur fyrir þá. Gert er ráð fyrir að Hæstiréttur kveði upp dóm sinn á næstu dögum.
Talsmaður ríkistjórnarinnar segir ríkisstjórnina hafa hugað að öllum möguleikum varðandi niðurstöðu Hæstaréttar, en hann segir undirbúningur, að bráðabirgðalög séu í vinnslu til undirritunar. Það er ekki til neitt tilbúið lagafrumvarp en við teljum okkur vita að ef það þyrfti að koma til lagabreytingar hvernig hún þyrfti að verða, sagði talsmaðurinn.
7.6.2010 | 23:49
Brandarabærinn Hafnarfjörður
Nú er kattarbandalagið orðið að staðreynd í Hafarnarfirð eins og vikið var á í þessari grein
VG kokgleypti agni og seldu sig og öllu var fórnað fyrir stólana, Hafnfirskir kettir hlæja sig máttlausa yfir þessari vitleysu að hafa seint öðrum vinum sínum í dýraríkinu fréttirnar sem hlæja nú með.
5.6.2010 | 20:51
Már og Jóhanna ræddu um launin en hver segir satt.???
Már Guðmundsson seðlabankastjóri átti í beinum tölvupóstsamskiptum við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í júní í fyrra, um væntanleg launakjör sín, áður en hann var skipaður seðlabankastjóri. Stuttu áður en hann var skipaður í embættið sagði hann í tölvupósti til Jóhönnu að 37% launalækkun væri líkleg til að valda því að hann hætti við umsókn sína, en að hann bindi vonir við að hún finndi lausn á því máli.
Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta.
Í tölvubréfi til Jóhönnu, dagsettu 21. júní 2009 segir Már. Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það."
Afrit af bréfinu var einnig sent á Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs Seðlabankans og Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu.
Í bréfinu segir Már að komi til þess að laun seðlabankastjóra verði lækkuð um allt að 37% muni hann þurfa að fara yfir ákvörðun sína og miklar líkur séu á því að hún breytist. Í bréfinu virðist hann vísa í eitthvert fyrra samtal sitt við Jóhönnu. sjá link.3.6.2010 | 22:43
Bauðst til að nudda bankamenn upp í skuldir
Arndís Einarsdóttir segir sögu sína í DV í dag en hún hefur verið atvinnulaus í tíu mánuði og þrátt fyrir að hafa sótt um fleiri hundruð störf hefur hún ekki haft árangur sem erfiði. Hún er menntaður heilsunuddari og segist hafa farið í bankann sinn og boðist til að nudda starfsemnn upp í skuldirnar sínar.
Arndís telur kerfið virka letjandi á fólk. Hún vill vinna en segir enga vinnu að fá og getur ekki verið í skóla því þá getur hún ekki framfleytt fjölskyldu sinni. Það er oft talað um atvinnulaust fólk þannig að það sé bara hangandi í fríi allan daginn en það er ekki þannig. Þú ert alltaf atvinnulaus. Þegar þú vaknar, sofnar, um helgar og á jólunum. Þetta er ekki frí. Sjálf hafði ég verið með þessa fordóma áður en ég varð atvinnulaus og dauðskammast mín fyrir það.
Arndís segist hafa leitað ýmissa leiða til að finna sér atvinnu. Ég fór til dæmis í bankann minn og bauð þeim að ég myndi nudda starfsfólk upp í skuldirnar mínar, það var bara hlegið að mér, segir hún og hlær við. Maður er bara að reyna að sýna sjálfsbjargarviðleitni en það er eins og það sé ekki gert ráð fyrir sjálfsbjargarviðleitni í kerfinu. Það er betra að hafa fólk bara á bótum.
Hún telur ástæðuna fyrir langvarandi atvinnuleysi sínu vera meðal annars sú að hún líti ekki vel út á pappír. Ég lít ekki vel út á ferilskrá, ég var heimavinnandi í 5 ár og svo fór ég í skóla. Það kemur ekki vel út á pappír. Ég er dugleg og hef mikla reynslu. Til dæmis sem foreldri geðsjúks barns og sem foreldri fyrirbura auk þess að vera menntaður heilsunuddari. En ég þarf bara að sitja út í horni og gera ekki neitt, segir hún.
Einnig telur hún að erfitt sé að koma sér að því maður sé bara nafn á pappír Þetta er svo breytt frá því hvernig þetta var fyrir nokkrum árum þegar maður gekk sjálfur inn í fyrirtækin og gat selt sig þannig, í dag er þetta allt í ferlum, segir Arndís.
Þessi 44 ára þriggja barna móðir segir sögu sína í DV í dag.
3.6.2010 | 18:21
Jón Gnarr skikkar Dag B. Eggertsson til þess að lesa Andrés Önd.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir viðræður við Besta flokkinn ganga vel og að unnið sé af krafti að málefnasamningi milli flokkanna og nú sé hann að lesa Andrés Önd en Jón hefur beðið hann að kynna sér sérlega vel rekstur Andarbæjar og friðun anda við tjörnina og útrýmingu vargfugls.
Dagur sagði að hans tilfinning sé sú að borgarbúar séu yfir sig spenntir yfir samstarfi Samfylkingarinnar og Besta flokksins enda sé stór hópur trúða í Samfylkingunni.
Við erum með þrjá fulltrúa inn Rip Rap og Rup en við eigum margt sameiginlegt ég og Rup.
Hinsvegar held ég að Dagur stefni í það að verða óumdeilt ginningarfífl ársins 2010.
Fari svo verður þetta væntanlega síðasta stóra verk hans sem varaformanns Samfylkingarinnar.
Blað um stytturnar sem eiga að koma
Blað hvernig á sóa borgarsjóði.
Látum ekki vargfugl við tjörnina eta borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.
1.6.2010 | 23:38
Stjórnarþingmaður telur tíma Jóhönnu liðinn
Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson á einu augabragði, segir að Samfylkingin verði að líta í eigin barm og taka úrslit sveitastjórnakosninganna mjög alvarlega. Hann vill að efnt verði til landsfundar og ný forysta verði kosin.
Sigmundur segist hafa áhyggjur af því mál sem Samfylkingin hefur staðið fyrir hafa ekki náð fram að ganga.
Sigmundur Ernir segist því vilja að efnt verði til landsfundar þar sem kosin verði ný forysta í ljósi nýjustu niðurstaðna og það á einu augabragði, skál.
1.6.2010 | 19:09
Engum heilvita erlendum fjárfesti dettur í hug að fjárfesta í landi með slíkan feril í hagstjórn.
Þetta kom fram í máli Davíðs Schevings Thorsteinssonar á fundi félags viðskipta- og hagfræðinga í dag. Hann sagði að hár fjármagnskostnaður og óstöðugt gengi gerði það að verkum að það hafi ekki og sé ekki hægt að reka útflutningsfyrirtæki á Íslandi, nema í stóriðju og sjávarútvegi.
Erindi Davíðs bar yfirskriftina Hvað þurfum við að gera til að við og niðjar okkar viljum búa hér? og svar hans var að við þyrftum við að afla erlends gjaldeyris til að geta flutt inn nauðsynjavörur. Sagði Davíð:
Við verðum að flytja út til þess að geta flutt inn. Það þarf að vera hægt að reka hér samkeppnishæf fyrirtæki í útflutningi.
Hann sagði að fjármagnskostnað vera mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar. Fjármagnskostnaðurinn og sveiflukennt gengi íslensku krónunnar valdi því að engin heilbrigð starfsemi getur staðið undir sér. Hann bætti við að engum heilbita erlendum fjárfesti dytti í hug að fjárfesta í landi með slíkan feril í hagstjórn.
Útlendingar hafa aldrei viljað fjárfesta í öðrum útflutningsatvinnugreinum en í sjávarútvegi, orkugeiranum og stóriðju. Undantekning frá þessu eru fyrirtæki í hugbúnaðar- og stoðtækjagerð en það er einungis vegna þess að þau hafa sagt sig úr lögum við Ísland og reki starfsemi í erlendri mynt.
Hann sagði að skattalækkanir væri ágæt leið til að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja en það skipti þó mestu um að þau gætu starfað við svipaðan fjármagnskostnað og jafnstöðugt gengi og fyrirtæki í nágrannalöndum okkar.
Davíð vék að áformum um aðildarumsókn Íslands að ESB. Sagðist hann hafa stutt inngöngu Íslands í EFTA og EES á sínum tíma vegna þess að þá var verið að taka sem mest völd af íslenskum möppudýrum, embætts- og stjórnmaálmönnum.
Hvaðst hann styðja aðildarviðræður Íslands að ESB að sömu ástæðum og bætti við:
Ég er fylgjandi á ða aðild Íslands að ESB verði reynd í fullri alvöru, vegna þess klúðurs sem verið hefur í efnahagsstjórn á Íslandi þau 80 ár sem ég hef lifað og ég trúi ekki að manninum verði að vana sínum að míga upp í vindinn.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó