Leita í fréttum mbl.is

Er ljósvakamiðill gegn stækkun Alcan?

Fyrir rúmu ári síðan var mér mjög misboðið þegar stuðningsmenn Vg  gerðu hverja árásina á fætur annari á störf okkar áliðnaðarstarfsmanna.  Þá byrjaði ég viðvaningurinn að reyna við pennann og beita honum enda nýskriðinn úr framhaldsnámi Stóriðjuskólans sem fyrirtækið veitti mér ókeypis. Það er ólýsanleg tilfinning að komast í hóp þeirra sem getur tekið þátt í umræðu þjóðfélagsins.  það er líka ólýsanleg tilfinning að finna það hvað við höfum fundið marga framfarasinna á síðustu vikum sem sýna okkur starfsmönnum stuðning fyrir því að gott fyrirtæki hafi möguleika á að dafna og þróast.  

Auðvitað ætlum við starfsmenn ekki að láta afturhaldið vaða yfir okkur heldur ætlum við að berjast til 31 mars dag og nótt.  Sigra þessa bjánalegu óígrunduðu íbúakosningu og taka slaginn.  

Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég þingmanni bréf eftir að einn ljósvakamiðill og fjölmiðlar gengu svo langt í sínum umfjöllunum að mér varð mjög misboðið.  Ólýginn sagði mér að vænta megi óhróðurs á fyrirtækið og jafnvel starfsmenn þess  næstkomandi Sunnudag frá sama fjölmiðli þar sem neikvæðin á að vera í fyrirrúmi.  Hafa eigendur þess fyrirtækis einhver annarleg sjónarmið gagnvart vinnandi fólki og láta það átölulaust að starfsmenn þess sinni sínum annalegu sjónamiðum og skoðunum? 

Opinbera bréfið fyrir ári síðan til Þingmannsins 

Sæll. 

Það verður að segjast eins og er að umræður stjórnarandstöðunnar hafa sjaldan verið málefnalegar og tel ég að fólk sé orðið þreytt að hlusta á andstöðuna vera á móti öllu og góðu málunum líka.
 

Að mínu viti er rekstur álvera hátækniiðnaður og þekki ég starfshætti þar vel enda búinn að vinna þar í 9 ár en þar áður 18 ár á sjó. Vegna nútíma tækni þá er mengun frá Alcan í dag, 180.000 tonna álver langtum minni en í byrjun reksturs með 60.000 tonna álver.
Það er mín skoðun eftir mína reynslu af vinnu í álveri að þjóðin eigi að fagna þessum tækifærum. Hjá okkur í Alcan fá ekki allir vinnu sem vilja vinna hjá okkur þar sem lítil hreyfing er á starfsfólki og verkamannalaunin góð allt upp í 500.000 á mánuði hjá duglegu fólki.

Ég veit um þó nokkra sem ekki komast að hjá okkur vegna fárra mannabreytinga sem eru í startholunum að flytja austur þegar álverið þar verður starfrækt, samt er þensla og góðæri. Fólk sækist eftir öryggi og góðum launum sem það getur lifað af. Karfist er hæfni og getu þar sem það tekur þó nokkurn tíma að komast inn í keðju til að búa til ál.

Hvað mig varðar þá hef ég verið sendur á óteljandi námskeið og þriggja ára nám til að sérhæfa mig í að búa til ál. Þetta nám er að mestu sérhæfing. Að henda þessari kunnáttu frá sér er glapræði fyrir þjóðina og marga tugi ára aftur til fornalda.

Ég skora á þig og aðra sem eru efins um stóriðju á Íslandi að kynna þér málin og koma í heimsókn til okkar.  

Sjálfur hef ég ekki séð þig ennþá.

Baráttukveðja

Árelíus þórðarson

Sent af Árelíus Þórðarson kl. 11.02.06 23:07
------------------------------------------------------
 

Eins og einhverjir hafa sjálfsagt tekið eftir þá verður Alcan með heimsóknartíma fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemina hjá fyrirtækinu og sjón er sögu ríkari. 

Kveðja Árelíus Þórðarson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður nú eiginlega að upplýsa okkur um hvaða fjölmiðill þetta er.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband