Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
2.4.2007 | 18:21
Leikreglur verða að vera skýrar
Leikreglur verða að vera skýrar
Það er atvinnulífinu afar mikilvægt að leikreglur allar sem um það gilda séu einfaldar, skýrar og gegnsæjar. Forsenda uppbyggingar og framþróunar er stöðugleiki í efnahagslífi og stjórnarfari þannig að ekki sé breytt um leikreglur á miðri leið. Á undanförnum árum hefur mikið áunnist í því að gera umhverfi atvinnulífsins hér á landi sambærilegt við það sem best gerist í nálægum löndum, m.a. í þeim tilgangi að erlendir aðilar sem hér vilja festa fé sitt og ráðast í atvinnuuppbyggingu viti að hverju þeir gangi. Beinar erlendar fjárfestingar á Íslandi hafa þó verið hverfandi undanfarin ár, að undanskildum fjárfestingum á áliðnaði.
Reglum breytt á lokasprettinum
Undanfarin ár hefur undirbúningur stækkunar álversins í Straumsvík farið fram í trausti þess að gildandi reglur héldu og yrði ekki breytt. Áformuð stækkun fór lögum samkvæmt í gegnum mat á umhverfisáhrifum og stóðst það próf. Sótt var um leyfi hjá umhverfisyfirvöldum sem auglýstu tillögu að starfsleyfi og veittu síðan. Almenningi, sveitarfélaginu og öðrum gafst færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri við mat á umhverfisáhrifum og tillögu að starfsleyfi. Þá var óskað eftir kaupum á lóð á svæði sem skipulagt var undir atvinnustarfsemi og seldi bæjarfélagið Alcan lóð. Eftir margra ára undirbúnings- og hönnunarvinnu var öllu þessu kippt til baka með ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að ekki yrði veitt leyfi fyrir stækkun nema að fengnu samþykki í almennri atkvæðagreiðslu bæjarbúa sem eins og kunnugt er fékkst ekki.
Umhugsunarefni fyrir atvinnulífið
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hlýtur að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafa í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri. Það verður að tryggja áður en haldið er af stað og tugir eða jafnvel hundruðir milljóna króna eru lagðir í undirbúning einstakra verkefna að ljóst sé hvernig viðkomandi sveitarfélag muni fjalla um málið og hvernig afgreiðslu þess verður háttað. Það gildir einu hvort um er að ræða nýtt svínabú, vefþjónasetur, orkuvinnslu eða iðnaðarstarfsemi. Eins hljóta fjárfestar að íhuga hvaða breytingar sveitarstjórnarkosningar geta haft á afstöðu sveitarfélaga til atvinnuuppbyggingar. Eins og málum er nú háttað eru það sveitarstjórnir sem gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum um umhverfismat og ef það á að verða viðtekin venja að afstaða þeirra breytist að loknum kosningum getur það haft áhrif á undirbúning einstakra verkefna.
Trúverðugleiki í hættu
Eitt af því sem Íslendingar hafa talið mikilvægt við fjárfestingarumhverfi hér á landi er að lagaumhverfið er stöðugt. Trúverðugleiki og traust eru lykilþættir í samskiptum við fjárfesta. Bregðist það verður erfitt að sækja fram að nýju og er hætt við því að eftir þessa niðurstöðu úr stækkunarferli álversins í Straumsvík teljist Ísland ekki jafn áhugaverður kostur fyrir erlendar fjárfestingar og áður.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.3.2007 | 16:26
Talandi um áróður.
Gott kvöld
Tilefni þess að ég sendi ykkur línu, er bréf það sem búið er að bera í hús í Hafnafirði og kennt við bændur á bökkum Þjórsár.
Þegar undirskriftirnar eru skoðaðar kemur í ljós að fæst af þessu fólki á beinna hagsmuna að gæta. Aðeins, að mér sýnist, tveir aðilar sem hafa hagsmuna að gæta, sem sagt búa á jörðum sem ná að Þjórsá og vatnsréttindi hafa ekki verið seld á.
Annars er þarna mest fólk sem býr fyrir neðan allar virkjanir og svo gamalmenni sem ekki stunda búskap lengur. Það eru ekki nærri allir á þessum lista sem eiga land að Þjórsá.
Með baráttu kveðju
Guðmundur Sigurðsson
Reykhóli Skeiðum
Þetta fannst mér afar athyglisvert og hafði samband við Guðmund. Hann sagði mér þetta til viðbótar:
Það er nú því miður svo að þessir svokölluðu náttúruverndarsinnar eiga til að skreyta sig ýmist með fölskum eða sviknum fjöðrum. Það er alveg dæmigert að eins og með þetta bréf sem þeir komu af stað, að gera það á þeim tíma að erfitt er að koma vörnum við og látið líta svo út að þarna sé um einhvern meirihluta að ræða.
Staðan er sú hjá okkur sem búum við Þjórsá, að hún var gegnum aldirnar búin að herja á lönd, brjóta bakka og flæða um með tilheyrandi skaða. Eftir að farið var að virkja inn á fjöllum hefur þetta mjög breyst til batnaðar, hún er orðin mun rólegri og fastari í farvegi. Það kemur til út af því að framburður hefur minnkað mikið svo hún er hætt að hlaða undir sig.
Með þessum virkjunum sem fyrirhugaðar eru í neðri Þjórsá mundi hún vera endanlega beisluð í farvegi og landvinningar hefjast hjá mörgum þeim sem eiga land að henni, þar er jafnvel um að ræða hundruð hektara sem er möguleiki að endurheimta.
Kjósum rétt í dag kæru hafnfirðingar, segjum JÁ
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 12:27
Samfylkingin í Hafnarfirði samþykkir stækkun Alcan.
Samfylkingin í Hafnarfirði samþykkir stækkun Alcan.
Á fundi sem haldinn var í Flensborg sagði : Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fulltrúi Vinstri Græna að á fundi sem haldinn var bæjarráði fyrr í vetur þegar deilskipulagið var tekið fyrir og samþykkt að leggja það fyrir bæjarbúa í kosningunni og samþykkt með 10 atkvæðum og 1 hjáseta takið eftir enginn á móti að með þögn hefði Samfylkinginn í Hafnarfirði samþykkt stækkun Alcan og styðji hana þar með.
KV, Sigurjón Vigfússon
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 11:35
Allt fyrir málstaðinn ... notum börnin!
Þeir sem lásu færsluna mína um misnotkun Framtíðarlandsins á börnum (http://stundinokkar.blog.is/blog/stundinokkar/entry/151735/) eru væntanlega ekki hissa á því að mér finnist það ósmart að andstæðingar stækkunar álversins etji börnunum sínum út í svona lagað. Ég sá til dæmis grein í bæjarblaðinu þar sem 10 ára barn er að kvarta yfir því að fá ekki að kjósa. Kommon! Trúir því virkilega einhver að 10 ára barn sé miður sín yfir því að hafa ekki kosningarétt?
Nei, þessi skæruhernaður er farinn að minna mann á fréttir utan úr heimi þar sem börnum er atað út í grjótkast eða þeim sigað fremst í víglínur í borgarstríðum með hríðskotabyssur eða basúkkur í hendinni! Ég efast um að öllum Hafnfirðingum þyki smekklegt að vera með þessum hætti komin í hóp með Palestínu, Írak og Sierra Lione!
Ég sá líka mjög skrítin komment út í gamla fólkið í Hafnarfirði hjá einum andstæðingi stækkunar, en hann virtist vera þeirrar skoðunar að fólk sem væri dautt innan fárra ára ætti ekki að hafa kosningarétt! Já, þið lásuð rétt og ef þið haldið að þetta séu útúrsnúningar þá er best að láta beina tilvitnun í umrædd skrif fylgja hérna með:
"Hitt er síðan alveg fullgild spurning, hvort það sé í raun og veru þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði að ákvarða, með eða á móti, í máli sem hafa mun áhrif á unga og ófædda til næstu 60 til 80 ára ef stækkun verður samþykkt. Ég tel ekki," segir einn sólarmaðurinn á http://redlion.blog.is/blog/redlion/entry/159379/. Þetta væri raunar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt.
Hafnfirsk ungmenni mótmæla álversstækkun |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 13:15
Alcan hefur eytt um 20 milljónum í auglýsingar.
Á opnum fundi í Hafnarfirði í Hafnarborg um álverið kom mér á óvart útreikningur fréttastofunar um auglýsingarnar sem Alcan hefur verið að senda út. Þar kom fram að Alcan hefur eytt um 20 milljónum í auglýsingar.
Á fundi í Flensborg á miðvikudag var Alcan sakað um að hafa eytt 200 milljónum í kosningabaráttuna. Meira að segja hún Guðfríður Lilja, hélt þessu fram á fundinum. Ekki veit ég hvaðan Sól í straumi og VG fái fyrrnefndu töluna en það er komið á daginn að hún er röng.
Sól í straumi er ekki eins saklaus og fátæk og hún þykist vera. Þeir halda því fram að hafa bara eytt ,,nokkrum hundraðköllum " í baráttuna. Það finnst mér nokkuð ótrúverðugt því að ef við reiknum allt inn í, sjónvarpsauglýsinguna, bolina blöðð,bæklinga, kort, allar auglýsingar þá er það mjög ótrúverðugt að það hafi "bara farið nokkrir hundraðþúsundkallar" í herferðina. Ekki reikna ég allar auglýsingarnar frá Framtíðarlandinu inn í dæmið.
Mér er persónulega alveg sama hvað Sól í Straumi eyddu miklu fjármagni, þau eiga bara að segja rétt frá og ekki vera að ýkja í báðar áttir.
Á morgu er kosið um deiliskipulagið. Alveg sama hvernig útkoman verður þá munu eftirmálin verða flókin. Það er víst að Hafnafjarðarbær þarf á fjármagninu að halda.
Eitt er víst að afstöðuleysi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um stækkunina skaðar ekkert nema þá sjálfa. Þó er eitt víst að það eru skiptar skoðanir hjá langflestum flokkum um álverið en hvergi er eins mikill ágreiningur eins og má hjá Samfylkingunni. Í viðtali í Kastljósi sem og í Island í dag sagði Ingibjörg Sólrún hreit og beint út að ef hún kæmist til vala þá mundi hún segja NEI við stækkun álversins. Sama sagði Ágúst varaformaður enga atvinnuuppyggingu í Hafnarfjörð ætli það gildi líka um vestfirðina, norðurland og allt Ísland?
Kv,Sigurjón Vigfússon, trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna Alcans.
Stækkum Alcan já Takk.
Vinir og fjölskylda | Breytt 31.3.2007 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 09:45
Flokkar hinna vinnandi stétta skammist sín!
Í gegnum tíðina hafa flokkar á vinstri væng stjórnmálanna státað sig af því, að hafa barist fyrir hagsmunum vinnandi fólks í landinu. Lengi vel var innistæða fyrir yfirlýsingum af þessu tagi en nú eru blikur á lofti.
Verkafólk og iðnaðarmenn sinna margvíslegum störfum og misvel er búið að starfsfólki sem hefur ekki valið sér að ganga menntaveginn til að fá fín störf í banka eða opinberri stofnun. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé, að verkalýðshreyfingin hafi á undanförnum áratugum hvergi náð betri árangri fyrir sitt fólk en í álverinu í Straumsvík. Kjarasamningar á þeim bænum hafa verið fyrirmynd annarra, réttindi þar eru meiri en annars staðar, launin eru góð og launamunur milli kynjanna er enginn. Um þetta efast í raun ekki nokkur maður og því mætti ætla að störfin í álverinu væru einmitt þau sem stjórnmálaflokkar hinna vinnandi stétta ættu að slá skjaldborg um og verja með ráðum og dáð.
En það er öðru nær! Sá flokkur sem skilgreinir sig lengst til vinstri og leggur ríkari áherslu en aðrir á félagshyggju, jafnrétti kynjanna og réttindi vinnandi fólks, leggur stóriðjuna nánast í einelti og vill helst hafa störfin af okkur sem vinnum í álverinu. Í staðinn er boðið upp á eitthvað annað sem að mínu viti eru slæm bítti. Hinn flokkurinn á vinstri vængnum er lítið skárri þótt andstaðan við okkar góðu störf sé ekki eins afdráttarlaus og hjá þeim sem fyrr voru nefndir. Flokkurinn virðist hafa gleymt uppruna sínum enda er svo komið að vinnandi fólk á varla samleið með honum líkt og endurteknar mælingar gefa ótvírætt til kynna.
Það eru mikil vonbrigði að vinstri flokkarnir skuli vinna gegn hagsmunum þeirra sem treyst hafa flokkunum til góðra verka. Ég vona þeirra vegna að þeir sjái að sér svo verkafólk og aðrir gamlir stuðningsmenn þurfi ekki að brjóta odd af oflæti sínu og leita yfir á hægri vænginn með atkvæði sitt í komandi alþingiskosningum.
Andrés Ingi Vigfússon, starfsmaður í álverinu í Straumsvík og trúnaðarmaður fyrir VR.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2007 | 15:24
Loddarar í VG. og Samfylkingu.
Undarlegur viðsnúningur Vinstri Græna og þingflokks Samfylkingarinnar þegar kemur að starfsmönnum Alcan.
Þegar ríkisbankarnir voru seldir höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur af starfsmönnum bankana og görguðu hátt.
Þegar síminn var seldur höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur af starfsmönnum símans og görguðu hátt.
Þegar rætt var um breytingar á rekstrafyrirkomulagi Ríkisútvarpsins höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur og starfsmönnum Ríkisútvarpsins og görguðu hátt enda allt opinber fyrirtæki.
VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar segjast hara áhyggjur að velfer launafólks.
Þegar kemur að kosningu um Alcan hafa VG og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur og garga hátt þeir eru hræddir um að Hafnfirðingar segi já og Starfsmenn Alcan haldi vinnunni til framtíðar.
Svona eru viðhorf þeirra til Starfsmanna Alcan.
Hefur þá VG og þingflokkur Samfylkingarinnar áhyggjur að velfer launafólks?
Starfsmenn Alcan hvaða flokk ætlið þið og vinir ykkar og fjölskylda að kjósa í vor?
Kv, Sigurjón Vigfússon
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 09:51
Anstæðingar stækkunar vilja meina eldriborgurum um að kjósa.
Vistmenn á DAS, í Hafnarfirði hafa beðið um að Alcan kæmu og upplýsti það um stækkunar málið og Alcan hefur gert svo .
Þetta virðist vera bannað að sögn þeirra sem eru á móti stækkun þeir treysta ekki eldriborgurum til að mynda sé sjálfstæðum skoðun um málinu svo getur verið að menn hafi fordóma um að eldriborgarar á DAS, kjósi með.
Mega þeir ekki búa við sama lýðræðið og upplýsingar aðrir landmenn. Enn þeir fordómar sem sí og æ koma fram um starfsmenn Alcan sömu fordómar virða vera gagnvart eldriborgurum í Hafnarfirði.
Margir vistmenn á DAS eru fyrverandi starfsmenn Alcan og flestir menn á DAS sem ég hef hitt munu kjósa með stækkun sumir þeirra er utan af landi og vita hvað það er að hafa vinnu og hvað það er að vera atvinnulaus þeir hafa líka séð byggðir dala út á landi þeir geta ekki hugsað sé að hið sama gerist í Hafnarfirði.
Þá koma svörin svona.
.
Auðvitað á að sýna þeim eldri fulla virðingu og kynna þeim málin, en þá frá báðum hliðum.
Hitt er síðan alveg fullgild spurning, hvort það sé í raun og veru þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði að ákvarða, með eða á móti.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 22:41
Alcan: Raflínur í jörðu
Stór hluti raflína að álverinu í Straumsvík verður lagður í jörðu samkvæmt nýju samkomulagi Alcan og Landsnets. Álverið greiðir kostnaðinn og Hafnarfjarðarbær mun ekki bera neinn kostnað af breytingunum.
Ekki stendur aðeins til að nýjar línur fara í jörð heldur líka hluti þeirra sem fyrir eru. Sú kvöð fylgir þessu samkomulagi að stækkun álversins verði samþykkt í kosningunum á laugardag.
Helstu breytingarnar verða þær að línumannvirki við Vallarhverfið verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennistöðvarinnar við Hamranes. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða grafnar í jörð við Kalárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum aðeins þjónusta íbúðabyggð í Hafnarfirði.
Kv, Sigurjón VigfússonVinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2007 | 16:52
Á að kreista peninga út úr Alcan ?
Landeigendur Óttarsstaða suðvestan við álverið í Straumsvík hafa stefnt íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarbæ . Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10.
Undarlegt mál land Óttarstaðar er utan þynningarsvæðis verði deiliskipulagið samþykkt en fremur er gert ráð fyrir því í framtíðinni það svæðið verði hafnarsvæði ekki íbúðarbyggð, þar fyrir utan er bann við búskapi í landi Reykjavíkur,Kópavogs Garðarbæjar,og Hafnarfjarða. Er hér verið að stefna þessum aðiljum og gera þá að peningarþúfu?
Kv, Sigurjón Vigfússon
Landeigendur Óttarsstaða stefna íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarðarbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó