Færsluflokkur: Vísindi og fræði
3.4.2007 | 16:34
Ríkisstjórn Íslands 2010.
Ingibjörg Sólrún, félagsmálaráðherra, hefur lýst yfir þungum áhyggjum yfir gríðarlegri aukningu gjaldþrota íslenskra heimila, sem var óhjákvæmilegur fylgifiskur hins mikla atvinnuleysis í kjölfar brotthvarfs stóru íslensku fyrirtækjanna. Fyrir 3 árum síðan var rétt um 2% atvinnuleysi, en tölur fyrir desembermánuð sýna að nú er atvinnuleysi orðið 9.2%, fyrst og fremst vegna brotthvarfs stóru fyrirtækjanna, og gríðarlega erfiðs rekstrarumhverfis þeirra fyrirtækja sem eftir voru. Eftir að skattar voru hækkaðir á fyrirtækin hefur hagnaður þeirra þurrkast út, og löggjöf sem sett var 2009 um jafna skiptingu í störf eftir kynjum hefur leitt til mikilla rekstrarörðugleika í kjölfar stjórnvaldssekta sem lagðar hafa verið á fyrirtæki. Ingibjörg sagði að ef við gengjum í ESB myndi allt þetta lagast, en forsætisráðherrann hefur lagst gegn því, enda Steingrímur J. á móti slíkum þreifingum.
Ríkisbankinn sem VG stofnaði virðist ekki standa sig sem skildi, niðurgreiðsla á vöxtum er að sliga hann, og fólk fer með sparifé sitt erlendis því vaxtastigið á sparnað er ekki í takt við neitt, afskriftir lána eru svakalegar, og við hin fáum reikninginn í gegnum skattprósentuna.
Reyndar hafa launin lækkað mikið, sérstaklega hjá ríkinu, en líka í einkageiranum, en fólk segir svo sem ekki mikið því þeir sem hafa vinnu eru þakklátir fyrir það eitt. Skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er með um 60% fylgi og Framsókn með 25%, en hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur samt sagt að það taki líklegast um 10-15 ár að koma okkur á sama stað efnahagslega og við vorum árið 2007, sem þýðir að við höfum upplifað mjög dýra 20 ára tilraun í kommúnisma.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2007 | 18:21
Leikreglur verða að vera skýrar
Leikreglur verða að vera skýrar
Það er atvinnulífinu afar mikilvægt að leikreglur allar sem um það gilda séu einfaldar, skýrar og gegnsæjar. Forsenda uppbyggingar og framþróunar er stöðugleiki í efnahagslífi og stjórnarfari þannig að ekki sé breytt um leikreglur á miðri leið. Á undanförnum árum hefur mikið áunnist í því að gera umhverfi atvinnulífsins hér á landi sambærilegt við það sem best gerist í nálægum löndum, m.a. í þeim tilgangi að erlendir aðilar sem hér vilja festa fé sitt og ráðast í atvinnuuppbyggingu viti að hverju þeir gangi. Beinar erlendar fjárfestingar á Íslandi hafa þó verið hverfandi undanfarin ár, að undanskildum fjárfestingum á áliðnaði.
Reglum breytt á lokasprettinum
Undanfarin ár hefur undirbúningur stækkunar álversins í Straumsvík farið fram í trausti þess að gildandi reglur héldu og yrði ekki breytt. Áformuð stækkun fór lögum samkvæmt í gegnum mat á umhverfisáhrifum og stóðst það próf. Sótt var um leyfi hjá umhverfisyfirvöldum sem auglýstu tillögu að starfsleyfi og veittu síðan. Almenningi, sveitarfélaginu og öðrum gafst færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri við mat á umhverfisáhrifum og tillögu að starfsleyfi. Þá var óskað eftir kaupum á lóð á svæði sem skipulagt var undir atvinnustarfsemi og seldi bæjarfélagið Alcan lóð. Eftir margra ára undirbúnings- og hönnunarvinnu var öllu þessu kippt til baka með ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að ekki yrði veitt leyfi fyrir stækkun nema að fengnu samþykki í almennri atkvæðagreiðslu bæjarbúa sem eins og kunnugt er fékkst ekki.
Umhugsunarefni fyrir atvinnulífið
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hlýtur að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafa í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri. Það verður að tryggja áður en haldið er af stað og tugir eða jafnvel hundruðir milljóna króna eru lagðir í undirbúning einstakra verkefna að ljóst sé hvernig viðkomandi sveitarfélag muni fjalla um málið og hvernig afgreiðslu þess verður háttað. Það gildir einu hvort um er að ræða nýtt svínabú, vefþjónasetur, orkuvinnslu eða iðnaðarstarfsemi. Eins hljóta fjárfestar að íhuga hvaða breytingar sveitarstjórnarkosningar geta haft á afstöðu sveitarfélaga til atvinnuuppbyggingar. Eins og málum er nú háttað eru það sveitarstjórnir sem gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum um umhverfismat og ef það á að verða viðtekin venja að afstaða þeirra breytist að loknum kosningum getur það haft áhrif á undirbúning einstakra verkefna.
Trúverðugleiki í hættu
Eitt af því sem Íslendingar hafa talið mikilvægt við fjárfestingarumhverfi hér á landi er að lagaumhverfið er stöðugt. Trúverðugleiki og traust eru lykilþættir í samskiptum við fjárfesta. Bregðist það verður erfitt að sækja fram að nýju og er hætt við því að eftir þessa niðurstöðu úr stækkunarferli álversins í Straumsvík teljist Ísland ekki jafn áhugaverður kostur fyrir erlendar fjárfestingar og áður.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2007 | 09:51
Anstæðingar stækkunar vilja meina eldriborgurum um að kjósa.
Vistmenn á DAS, í Hafnarfirði hafa beðið um að Alcan kæmu og upplýsti það um stækkunar málið og Alcan hefur gert svo .
Þetta virðist vera bannað að sögn þeirra sem eru á móti stækkun þeir treysta ekki eldriborgurum til að mynda sé sjálfstæðum skoðun um málinu svo getur verið að menn hafi fordóma um að eldriborgarar á DAS, kjósi með.
Mega þeir ekki búa við sama lýðræðið og upplýsingar aðrir landmenn. Enn þeir fordómar sem sí og æ koma fram um starfsmenn Alcan sömu fordómar virða vera gagnvart eldriborgurum í Hafnarfirði.
Margir vistmenn á DAS eru fyrverandi starfsmenn Alcan og flestir menn á DAS sem ég hef hitt munu kjósa með stækkun sumir þeirra er utan af landi og vita hvað það er að hafa vinnu og hvað það er að vera atvinnulaus þeir hafa líka séð byggðir dala út á landi þeir geta ekki hugsað sé að hið sama gerist í Hafnarfirði.
Þá koma svörin svona.
.
Auðvitað á að sýna þeim eldri fulla virðingu og kynna þeim málin, en þá frá báðum hliðum.
Hitt er síðan alveg fullgild spurning, hvort það sé í raun og veru þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði að ákvarða, með eða á móti.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 22:41
Alcan: Raflínur í jörðu
Stór hluti raflína að álverinu í Straumsvík verður lagður í jörðu samkvæmt nýju samkomulagi Alcan og Landsnets. Álverið greiðir kostnaðinn og Hafnarfjarðarbær mun ekki bera neinn kostnað af breytingunum.
Ekki stendur aðeins til að nýjar línur fara í jörð heldur líka hluti þeirra sem fyrir eru. Sú kvöð fylgir þessu samkomulagi að stækkun álversins verði samþykkt í kosningunum á laugardag.
Helstu breytingarnar verða þær að línumannvirki við Vallarhverfið verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennistöðvarinnar við Hamranes. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða grafnar í jörð við Kalárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum aðeins þjónusta íbúðabyggð í Hafnarfirði.
Kv, Sigurjón VigfússonVísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2007 | 20:39
Fréttastöðvarnar á stöð2 og RÚV
Lýðræðið og fréttaflutningur sólar og VG sem virðast ráða á stöð2 og RÚV sem ekki að gæta lýðræðis í fréttaflutningi sínum um Alcan er þeim ekki það skillt að gera svo að vera málefnalegir þegar þeir skíra frá fréttum um þetta mál en svo er ekki það er engu líkara að fréttastjórum þessa miðlum sé stjórnað af Sól í Straumi og VG.
Í kosningarbaráttunni um stærra og betra álver þar sem miðlar landsmanna hafa verið dulegir að tengja margar fréttir við stækkun í Straumsvík varla kemur sú frétt fram að vondafólkið sem starfar í Straumsvík og Alcan sé ekki bendlað við fréttaflutningin og þá með neikvæðum hætti, þó svo að fréttin tengist ekki á bein hátt kosningunni um Alcan þetta virðist vora orðin fastur fasi hjá miðlum til að ná athygli.
Ekki var hægt að fjalla um eldfjallagarð á Reykjanesi án þess að tangja hana við Alcan sem á engan hátt tengis sjálfri umræðunni undarlegt innlegg í þá umræðu.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2007 | 17:04
Stjórna VG og Sólarmenn Stöð2 og RÚV.?
Eiga ekki fréttastöðvarnar á stöð2 og RÚV ekki að gæta lýðræðis í fréttaflutningi sínum um Alcan er þeim ekki það skillt að gera svo að vera málefnalegir þegar þeir skíra frá fréttum um þetta mál en svo er ekki það er engu líkara að fréttastjórum þessa miðlum sé stjórnað af Sól í Straumi og VG.
Þeir vilja ekki inn á borð til sín hvorki skoðanir né skíringar frá Hag Hafnarfjarðar eða Hag Starfmanna Alcans og flytja einungis ein hliða flutning af þessu máli til að ná vinsældum á öldum ljósvakans.
Vona svo sannarlega að þú Jón Ásgeir Jóhannesson stærsti eigandi 365 fréttamiðla lesir þetta eða einhver bendi þér á þar sem fréttastofur eiga að mínu viti að gæta hlutleysis og virða lýðræðið og vera málefnaleg.
Og sama segi ég við Útvarpsráð gætið hlutleysis og virði lög RÚV.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2007 | 22:02
Á fundi í Bæjarbíó féllust Sólarmenn og VG á 800 milljónirnar.
Á fundi í Bæjarbíó 22. 03 2007 féllust Sólarmenn og VG á 800 milljónirnar sem lámark við lok fundarins.
En samtals með öllum gjöldum er þetta yfir 1.400 alls.
Eftir útskýringar, Dr. Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sveinn Bragason, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og
Ingi B. Rútsson, formaður Hags Hafnarfjarðar og Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þessi ósigur Sólarmanna og VG er einn sá firsti af mörgum sem koma mun í þessari umræðu.
Sigurður P. Reyndi að mælda i móin en rök hans léttvæg með tilliti til skýrslu sem hann áður hafði mælt með svokallari Dysjarskýrslu um Álvef við Dysjar við Eyjarfjörð.
Eina sem Kristín Pétursdóttir, viðskiptafræðingur hafði til málana að leggja var að starfsmenn Landsvirkjunar væru óðheiðaleikir og svindluðu á landsmönnum á raforkuverði þetta er alvarleg ásökun á hendur Landsvirkjun um að þeir færu ekki eftir landslögum, engan staðreyndir gat hún vitnað í máli sínu til stuðnings verður svo að líta á að hún hefði sagt ósatt.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Stækkum Alcan já Takk.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2007 | 19:43
Verkfæðingur sem mígur upp í vindinn.
Fræg er sú saga um verkfræðinga sem sagði eru míga upp í vindinn og fá svo gusuna beint framan á sálfan sig, þessi saga er sögð þegar þeir geta stór axarsköft og þá í gríni en öllu gríni fylgir nokkur alvara.
Einn þessara er Verkfræðingurinn Sigurður Oddsson ritar í MBL og er svo hlandblautur eftir greina skrifin að marga daga tekur að full þurrka.
Hnnn keyrir fram úr hófi í skrifum eins og fátt eitt sé tekið, hann segir,, og eftir 15 -20 ár þegar samningur Alcan rennur út. Samningurinn rennur út 2014 eftir sjö ár þarna vefjast tölunnar fyrir honum. Alcan verður inn í miðri íbúðarbyggð Alcan eftir 15 ár Alcan er staðsett í Kapelluhrauni, Kapelluhraun er iðnaðra svæði fyrir sunnan og nærst Alcan er gert ráð fyrir stórskipahöfn sjá á korti um skipulagsmál er Alcan ekki inni í miðri íbúðarbyggð það er allrangt. Og ekki er framhaldið betra.
Ekki tekur svo betra við þegar hann fer að ræða um starfsmenn Alcan þar gætir einhvers fyrirlitningar á starfsmönnum Alcans og áróðurs líkt og nasista gerðu gagnvart gyðingum, ég get ekki séð hvað starfsmenn Alcan hafa gert Sigurður Oddssyni til þess að hatist svona við okkur með niðrænum og niðurlægjandi ummælum um starfsmenn Alcan og niðurlægja starfsmenn með þessum hætti eins og blaðagrein hans ber vott um. En menn skrifa ekki svona hvorki um þjóðarbrot starfstéttir né litarhátt manna eða þjóðir eins og hann skrifar um starfsmenn Aclan það ber einungis vott um einhvern veikleika.
. Kv,Sigurjón Vigfússon
Stækkum Alcan Já Takk.
Vísindi og fræði | Breytt 23.3.2007 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 13:41
Frumkvöðlar ÍSAL voru kallaðir landráðamenn!
Nei, en barn sem fjögurra ára að aldri heyrði að faðir hans væri landráðamaður gæti hafa skaðast af þeirri umræðu. Um það var ekki spurt á þeim tíma, tilgangurinn helgaði meðalið! Fyrir tilviljun hóf þetta barn vinnu við álverið fyrir tíu árum síðan og réð sig til vinnu til framtíðar, landráðamanninum til mikillar skelfingar því jafnvel hann hélt að eitthvað betra væri í stöðunni. Staðreyndin er sú að ef þú ert verkamaður er ekkert betra í stöðunni. Sex vaktir á fimm dögum og fimm daga frí á milli,rútur til og frá vinnu,mötuneyti að nóttu og degi,allur vinnugalli skaffaður þar með talinn allur öryggisbúnaður sem hugsast getur! Að ekki sé talað um sturturnar!!!
Er þetta eitthvað nýtt? Já, fyrir fjörutíu árum var þetta nýtt og ruddi brautina fyrir aðbúnaði og öryggi launafólks í öllum starfsgreinum !!! Hjá ÍSAL hafa þessir þættir aðeins færst til betri vegar og þá, eins og nú í fararbroddi hvað öryggismál og aðbúnað starfsmanna snertir!! Maður sem réð sig til vinnu fyrir tíu árum gat verið viss um að hann væri að ráða sig til frambúðar,stækkun í gangi (3-skálinn)og frekari stækkun í farvatninu, að þeirri stækkun hefur verið unnið í sátt við menn og lög,ólíkt sumum framkvæmdum sem við þekkjum.
Kárahnjúkavirkjun stóðst ekki upprunalegt umhverfismat það gera hinsvegar fyrirhugaðar virkjanir sem tengjast ÍSAL. Ef ekki má virkja í neðri hluta Þjórsár er alveg ljóst að ekki verður virkjað frekar. Sama má segja um Hengilssvæðið, allir flokkar R-listans samþykktu virkjun þar og Sjálfstæðisflokkurinn var ekki á móti!! Hvað er þá málið afhverju, er ekki bara stækkað? Jú,vegna þess að til er íbúalýðræði í Hafnarfirði, gott mál!! Kosið verður um málið 31.mars næstkomandi, vonandi verður umræðan málefnalegri nú en fyrir fjörutíu árum. Starfsmenn ÍSAL fagna ströngum mengunarkröfum þær verða seint strangari en þeir gera sjálfir. Við höfum undirgengist
Kyotosamninginn það hafa líka Kandamenn,Svisslendingar og Frakkar gert, eigendur Alcan á Íslandi, ólikt sumum eigendum álfyrirtækja sem við þekkjum. Það þýðir að ekki verður hægt að reisa álver í hverju kjördæmi eins og frystihús forðum, heldur stöndum við frammi fyrir vali!! Stækkun í Straumsvík, nýtt álver í Helguvík, nýtt álver á Húsavík eða engin ný álver!!
Sonur landráðamannsins er ekki í vafa um valið, stækkum í Straumsvík og hann veit að landráðamaðurinn faðir hans er sammála!! .
Stækkum Alcan Já Takk.Ykkar einlægur, L, H.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 09:44
Kremlarskýrslan gagnrýnd
í morgun í morgunfréttum Rúv kom fram gagnrýni á Kremlarskýrsluna svokölluð og að hún næði ekki til allra þátta í hagfræðilega séð .
Rétt er að taka fram að í skýrslu Hagfræðistofnunar er ekki er fjallað um aukin viðskipti Alcan við birgja í Hafnarfirði, en í dag nema um 1.400 milljónum króna. Áætlað er að þau muni aukast í eða yfir 3.600 milljónir króna á ári komi til stærra álver. Af ofansögðu má sjá að ávinningur Hafnfirðinga af stærra álveri er margfaldur á við mat Hagfræðistofnunar.
Beinar tekjur (sjá skýrslu) Hafnarfjarðarbæjar af stækkuðu álveri og breyttu skattaumhverfi þess munu verða umtalsverðar. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands verða beinar tekjur bæjarfélagsins vegna fasteignagjalda, hafnargjalda og vatnsgjalds rúmar 800 milljónir króna á ári.
Niðurstöður stofnunarinnar staðfesta það sem forsvarsmenn álversins hafa kynnt fyrir bæjarbúum á undanförnum mánuðum.
Hagfræðistofnun ráðgerir að fasteignagjöld álversins eftir stækkun verði um 650 milljónir króna á ári og hafnargjöld vegna notkunar á Straumsvíkurhöfn muni aukast um allta að 150 milljónum króna eða 800 milljónir samtals.
Skýrsla Hagfræðistofnunar var kynnt á blaðamannafundi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði en samkvæmt henni liggur tekjuauki Hafnfirðinga af stækkun álvers Alcan milli 3,4-4,7 milljörðum króna, að meðtöldum heildartekjum af Straumsvíkurhöfn, eða innan við 100 milljónir króna á ári að meðaltali. Hannes G. Sigurðsson, fjallaði um áhrif stækkunar álversins í Straumsvík á fundi í Hafnarborg þann 2. febrúar. Hannes benti á að ef álver Alcan starfaði í íslensku skattumhverfi, eins og samningur liggur fyrir um, þá væru tekjur bæjarins í dag um 490 milljónir króna, en eftir stækkun um 1.431 milljónir króna. Alls er þetta aukning um 941 milljón króna á ári.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Stækkum Alcan Já Takk.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó