Leita í fréttum mbl.is

28 þúsund hafa tapast eftir að félagshyggjustjórnin tók við

 Í kreppunni hafa tapast 28 þúsund ársstörfum  eftir að félagshyggjustjórnin tók við.
Margir hafa minnkað verulega við sig vinnu eða flutt úr landi og því öllu færri skráðir atvinnulausir.

Kreppan hér virðist ætla verða lengri en í nágrannaríkjunum, vara fram á næstu ár.
Samkvæmt opinberum tölum Vinnumálastofnunnar er atvinnuleysið nú 9,3 prósent í Hafnarfirði um 12%. Þar á bak við eru tæplega sautján þúsund manns.
Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysið fari upp undir tíu prósent áður.

Fjölmargir hafa minnkað við sig vinnu og jafnvel fært sig úr fullri vinnu yfir í hlutastarf. Síðan hefur nokkur fjöldi flutt úr landi. Samanlagt, hafa þannig tapast 28 þúsund störf í kreppunni, sem samsvarar 16,5 prósentum af heildarvinnuaflinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Samdrátturinn sem fylgir skattahækkun  og aðgerðarleysi  í að leysa fjármál heimilanna ...

... sá samdráttur á eftir að koma fram og "seinka batanum" sem á mannamálið þýðir  - að virð erum enn á niðurleið....

þegar hægt væri að snúa þróuninni við snarlega með því að auka aflaheimildir  um allt að 100 þúsund tonn - og fiskistofnar standa þá í stað í stað þess að "byggist upp"....

 en allir vita að það hefur aldrei tekist að "byggja upp" fiskistofn með því að draga úr veiði....

aðferðin átti að skila okkur 550 þúsund tonna jafnastöðuafla í þorski - ef aðferðinni væri beitt....

nú er búið að "beita aðferðinni" frá 1983 með vaxandi þunga og afraksturinn aldrei verið minni....

Væru þorskveiðar auknar um 40 þús Tn og aðrar veiðar samsvarandi - þá myndi atvinnuleysi minnka um 5000 manns á nokkrum mánuðum - auk þess sem gjaldeyrisframboð myndi aukast og krónan því geta styrkst - á alvöru forsendum...

Kristinn Pétursson, 6.5.2010 kl. 03:52

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.  Sæll. Aðgerðarleysi og samdráttur mun ríkja áfram á meðan haldi er svona á málunum úræðin eru en sem komið en í orði og beðið eftir því að einhver annar leysi vandan og bjargi þjóðinni hvort sem er til sjávar eða sveita svo ekki sé minnst á iðnaðinn.

Rauða Ljónið, 6.5.2010 kl. 10:22

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þetta er ömurlegt ástand..Við höfum aldrei staðið frammi fyrir svona miklu atvinnuleysi..Við þurfum allavega að leyta aftur til fjórða áratugar síðustu aldar til að finna eitthvað sambærilegt.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.5.2010 kl. 10:37

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Já það má segja það Silla bara ömurlegt.

Rauða Ljónið, 6.5.2010 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband