Færsluflokkur: Dægurmál
12.8.2010 | 13:57
Lýst er eftir Silfri Egils
Fréttamaðurinn RÚV Egill Helgason er týndur síðast sást til hans 6.8, 2010 en þá fjallaði hann um pólitík með grein , Háskólar og viðskiptamenntun síðan hefur ekkert til hans spurst á vetfangi stjórnmála.
Egill Helgason, sem lætur fátt fram hjá sér sleppa á bloggsíðu sinni, hefur ekki skrifað stafkrók um hin ótrúlegu mál Gylfa Magnússonar sem nú hefur sagt ósatt í þrígang að talið er.
Egill var meðal þeirra sem fögnuðu því að nú væri kominn fagráðherra sem væri óháður eins og það væri sérstakt fagnaðarefni að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þyrftu hvergi að svara fyrir verk sín. Nú þegar fagráðherrann fer með fleipur, í þrígang, þá þegir Egill.
Samkvæmt lögum ber Agli Helgasyni að vera hlutlaus í umfjöllun sinni. Þögn hans um Gylfa Magnússon svipta hulunni af pólitískri afstöðu Egils Helgasonar til ríkisstjórnarinnar.
Ég spyr Egill heldur að áhangendur taki ekki eftir þögninni þinni?
Þeir sem kynnu að rekast á Egill eða finna hann vinsamlega skilið honum upp í stjóraráð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.8.2010 | 20:18
Sukkveislan í bankanum í boði ríkisstjórnarinnar.
Í skilanefnd og slitastjórn Glitnis stendur sukkveislan sem hæst og fimm einstaklingar maka krókinn duglega.
Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði.
Meðlimir slitastjórnar Glitnis banka eru aðeins tveir. Steinunn Guðbjartsdóttir, hæstaréttarlögmaður og Páll Eiríksson, héraðsdómslögmaður. Í skilanefnd Glitnis eru svo Árni Tómasson, Heimir Haraldsson og Þórdís Bjarnadóttir.
Af þessum fimm einstaklingum sem maka krókinn svo duglega í störfum sínum fyrir þrotabú Glitnis, eru tveir náfrændur. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, fékk bróðurson sinn, Pál Eiríksson lögfræðing, til að taka sæti í slitastjórn ásamt Steinunni Guðbjartsdóttur, sem var áður í skilanefndinni.
Páll er sonur Eiríks Tómassonar lagaprófessors og Þórhildar Líndal, lögmanns og fyrrverandi Umboðsmanns barna, en Eiríkur og Árni eru synir Tómasar Árnasonar, fyrrum seðlabankastjóra...bankanum í boði ríkisstjórnarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2010 | 18:09
Getuleysi Pálls Magnússonar, útvarpsstjóra og RÚV.
Þetta er annað klúður Ríkissjónvarpsins sem greint er frá í dag, en áður hafði komið fram að Spaugstofan hverfur af sjónvarpsskjáum allra landsmanna.
En Spaugstofan þótti ekki hæfa lengur enda var farinn að gagnrýna ríkisstjórnina og sett því í pólitískt þagnabindindi í boði RÚV.
Páll fyrstur kemur fyrstu fær ekki kenna svo öðrum um um vanhæfi þíns og RÚV.
Væla svo Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra að hún íhlutist um að leiki íslenska handboltalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti verði að sýna í ólæstri dagskrá.
Í dag var tilkynnt um að mótið verði sýnt á Stöð 2 Sport en ekki í Ríkissjónvarpinu eins og venjan hefur verið.
Páll sagði að það á færi menntamálaráðherra að fara fram á að íþróttaviðburðir á borð við þennan verði að vera sýndir í opinni dagskrá.
Nú á menntamálaráðherra að bjarga vanhæfni Páls og RÚV, já leikskólabörn væla og klaga í leikskólafóstruna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2010 | 17:10
Starfsfólk skilanefnda orkar á landsmönnum
Starfsfólk skilanefnda og slitastjórna föllnu viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, tóku milljónir króna á mánuði fyrir störf sín í fyrra og nú.
Í boði ríkisstjórnarinnar VG og Samfylkingarinnar.
Greiðslur til skilanefndamanna nemi þremur til fimm milljónum króna á mánuði en dæmi eru um að þeir taki 25 þúsund krónur á tímann fyrir störf sín. Laun stjórnarmeðlimanna greiðast úr þrotabúum gömlu bankanna. Samkvæmt útsvarsgreiðslum er skilanefnd Glitnis sú launahæsta sé hún borin saman við Kaupþing og Landsbankann.
Á endanum borga alþýða Íslands reikninginn í boði norrænar velferðarstjórna VG og Samfylkingar.
Velgjörðarmenn og vinir ríkisstjórnarinnar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2010 | 12:59
Boðað hefur verið til fagnaðarfundar hjá ríkisstjórninni í dag.
Var útskurðurinn pantaður?
Arnfríður Einarsdóttir dómari er eiginkona Brynjars Níelssonar samstarfsaðila Lagastoðar og Lagastoð stefnir inn málinu fyrir Lýsingu.
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar um kröfu vegna bílasamnings ekki koma á óvart.Við mátum það svo, þegar við vorum að gefa út þessi tilmæli, að það væri eðlilegt að reikna þetta á þessum grunni
Boðað hefur verið til fagnaðarfundar hjá ríkisstjórninni í dag klukkan hálf fimm vegna úrskurðar sem Héraðsdómur Reykjavíkur.
Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP fjármögnunar fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar gegn skuldara gengistryggðs bílaláns.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2010 | 19:37
Gengislánaskuldari vörslusvipti bíl af Lýsingu dæmin snúast við.
Gengislánaskuldari kveðst hafa farið inn á geymslusvæði Lýsingar í nótt og dregið þaðan bíl - til tryggingar endurgreiðslu frá Lýsingu. Hann gefur Glitni 7 daga frest til að veita sér tryggingu fyrir endurgreiðslu og segist ekki ætla að láta það líðast að níðst verði á verkalýðnum til að bjarga fjármálageiranum og ríkisstjórn úr kreppunni.
Maðurinn kveðst hafa í sinni vörslu tæki frá SP fjármögnun , auk bílsins sem hann hafi svipt frá Lýsingu í nótt.
Maðurinn segist einnig hafa verið í viðskiptum við Glitni - og hótar því að svipta einnig tæki frá bankanum fái hann ekki tryggingu fyrir endurgreiðslu innan sjö daga.
Ég er ekki að stela af Lýsingu frekar en Lýsing stal af mér. Ég er að beita sömu aðferðum og þeir beittu á mig. Þeir töldu mig skulda sér fé og tóku hluti frá mér. Nú svara ég í sömu mynt."
Maðurinn telur fjármögnunarfyrirtækin þrjú, Lýsingu, SP fjármögnun og Glitni, skulda sér samtals um 5 milljónir. Það varð hrun og má alþýðan ekki standa á sínum rétti. Hve lengi eiga þessi fyrirtæki og ríkisstjórnin að fá að halda áfram að níðast á verkalýðnum og stela af alþýðunni. Ég ætla ekki að gefa þeim meiri frest."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.6.2010 | 13:03
Níðst á alþýðunni á Íslandi, hvar er ASÍ.
Á þeirri forsendu er full ástæða fyrir Alþýðusamband Íslands að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að grípa til róttækra aðgerða vegna þessarar ákvörðunar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins þar sem þau skilaboð eru send út að dómar hæstaréttar gildi ekki fyrir fjármálakerfið heldur einungis fyrir sauðsvartan almúgann.
Formaður Verkalýðsfélags Akraness hvetur alþýðu þessa lands til að standa saman og sýna íslenskum stjórnvöldum fulla hörku og það verði ekki liðið að dómar hæstaréttar gildi ekki fyrir alla í þessu landi. Oft hefur verið þörf fyrir samstöðu en nú er nauðsyn," skrifar Vilhjálmur á vef verkalýðsfélagsins.
Segir níðst á alþýðunni á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2010 | 22:57
Hagsmunasamtök heimilanna vilja í ljósi tveggja Hæstaréttardóma að stöðva allar innheimtuaðgerðir vegna þeirra lána
Forráðamenn fjölmargra fjármálafyrirtækja hafa komið fram í fjölmiðlum, lýst lán síns fyrirtækis vera öðruvísi en þau lán sem fjallað var um í dómum Hæstaréttar og dómana því ekki ná til þeirra. Samtökin furða sig á þessum yfirlýsingum, þar sem dómar Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir varðandi ólögmæti gengistryggingar. Í dómsorði með dómi nr. 153/2010 segir m.a.:
..Talið var að vilji löggjafans kæmi skýrlega fram í því að í orðum 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 væri eingöngu mælt fyrir um heimild til að beita tilteknum tegundum verðtryggingar, en þar væri ekkert rætt um þær tegundir sem óheimilt væri að beita. Lög nr. 38/2001 heimiluðu ekki að lán í íslenskum krónum væru verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Þá væru reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og yrði því ekki samið um grundvöll verðtryggingar, sem ekki væri stoð fyrir í lögum.
Hagsmunasamtök heimilanna geta ekki skilið þessi dómsorð á nokkurn annan hátt, en að öll lán þar sem höfuðstóll lánanna er tilgreindur í íslenskum krónum hvað sem varðar aðra útfærslu á lánssamningum teljist skuldbinding í íslenskum krónum. Um þetta verður vafalaust deilt, en þar til úr þeim deilum hefur verið leyst, þá skal túlka samninginn neytandanum í hag. Kemur þetta skýrt fram í tölulið b í 36. gr. laga nr. 7/1936, samningalaga, sem hljómar svona:
[Regla 2. málsl. 1. mgr. gildir ekki þegar aðilar eða stofnanir sem hafa það hlutverk að vernda neytendur geta gripið til aðgerða samkvæmt landslögum til að fá úr því skorið hvort samningsskilmálar sem ætlaðir eru til almennrar notkunar séu ósanngjarnir.]1)]2)
1)L. 151/2001, 1. gr. 2)L. 14/1995, 3. gr.
Lögin segja hér beinum orðum að vafi skuli vera túlkaður lántaka í hag. Hagsmunasamtök heimilanna gera þá kröfu til fjármálafyrirtækja að bókstafur laganna sé virtur. Hafa skal í huga að ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 var innleitt í íslensk lög til að uppfylla tilskipun 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Hér er því um samevrópskar reglur að ræða.
Burt séð frá öllum lagalegum atriðum, þá liggja bæði siðferðisleg og viðskiptaleg sjónarmið fyrir því að innheimtu lána sé frestað eða takmörkuð við upphaflega greiðsluáætlun. Viðskiptasamband fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra hefur beðið verulegan hnekki með dómum Hæstaréttar. Fjármálafyrirtækin hafa mörg sýnt viðskiptavinum sínum ótrúlega óbilgirni og á síðustu dögum fyrir dómsuppkvaðningu, þá gekk sú harka fram úr hófi. Nú telja Hagsmunasamtök heimilanna komið að því að fjármálafyrirtæki taki nokkur skref til baka og hugsi sinn gang. Hvert er það viðskiptasamband sem fyrirtækin vilja hafa við viðskiptavini sína og hvernig geta þau bætt fyrir þann skaða sem þau eða forverar þeirra hafa valdið viðskiptavinum sínum með ólöglegum lánveitingum, ólöglegum innheimtum og ólöglegum aðförum að ekki sé talað um aðra og alvarlegri þætti.
Hagsmunasamtök heimilanna vilja í ljósi tveggja annarra Hæstaréttardóma sem kveðnir voru upp 16. júní 2010, þ.e. dóma nr. 347/2010 og 315/2010, benda á að lántaki getur skaðað stöðu sína með fyrirvaralausri stöðvun greiðslu af lánum án þess að sannanleg samskipti séu í gangi milli lántaka og lánveitanda. Í fyrra málinu hélt lántaki lánveitanda vel upplýstum um gerðir sínar, tilgreindi ástæður og gaf þannig lánveitanda færi á að bregðast við. Hæstiréttur dæmdi lántaka í hag. Í síðara málinu var greiðslu hætt án fyrirvara og án þess að lánveitanda væri gefið færi á að koma með viðbrögð. Þetta varð til þess að Hæstiréttur dæmdi lánveitanda í hag. Lánveitandi var sá sami í báðum tilfellum. Samtökin vilja því brýna fyrir lántökum að tilkynna lánveitanda um ástæðu greiðslustöðvunar, komi til hennar, eða breytingu á greiðslutilhögun, s.s. að takmarka hana við upphaflegu greiðsluáætlun.
Hagsmunasamtök heimilanna lýsa að lokum yfir vilja samtakanna til að koma til viðræðna við fjármálafyrirtæki og stjórnvöld um hvernig leysa megi skuldavanda heimilanna. Dómar Hæstaréttar frá 16. júní sýna að málflutningur samtakanna varðandi gengistryggð lán var á rökum reistur. Samtökin eru jafn sannfærð um að málflutningur þeirra varðandi verðtryggð lán er byggður á traustum grunni. Samtökin gera sér grein fyrir að vandi allra verður seint leystur með almennu samkomulagi, en sértæk skuldaaðlögun og greiðsluaðlögun mun nýtast mörgum af þeim sem eftir standa. Skora þau því á fjármálafyrirtækin og stjórnvöld að koma til viðræðna við hagsmunaaðila á neytendahliðinni um það hvernig sé hægt að leysa skuldavanda vel flestra heimila í landinu öllum aðilum til hagsbótar.
Hagsmunasamtök heimilanna
www.heimilin.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2010 | 22:44
Sorglegt látinn er 8 ára gömul hetja.
Hinn átta ára gamli, Tyanthony Duckette, lést í dag þegar hann reyndi að bjarga sautján mánaða gömlum bróðir sínum úr brennandi húsi í Queens í New York.
Tyanthony var heima ásamt tveimur systkinum sínum af sex á meðan móðir þeirra ók hinum í skólann. Amma þeirra var heima til þess að passa þau.
Eldurinn virðist hafa læst sig snögglega í innanstokksmunum í húsinu sem varð alelda á stuttum tíma samkvæmt vefsíðu New York Post. Amman náði að koma Tyanthony og tíu ára systur hans út úr húsinu.
En þegar Tyanthony áttaði sig á því að sautján mánaða gamli bróðir hans var enn inni hljóp hann aftur inn í húsið með þeim afleiðingum að báðir létu lífið.
Slökkviliðið kom stuttu síðar á vettvang og náði börnunum út og reyndi að endurlífga þau án árangurs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 14:16
Ríkisstjórnin hyggur að setja bráðabirgðalög Dæmi Hæstiréttur svo, lækkar höfuðstóll gengisbundinna lána verulega.
Hæstiréttur fjallar um tvö mál, þar sem héraðsdómur dæmdi annars vegar gengisbindinguna lögmæta, hins vegar ólögmæta. Óvissa er því talsverð um hvað verði ofan á. Einn möguleikinn er að gjaldeyrisbinding lána verði dæmd ólögmæt, en að öðru leyti ekki hróflað við skilmálum. Það myndi þýða að upphafleg krónutala lánanna gildi að teknu tilliti til afborgana og vaxta. Dæmi Hæstiréttur svo, lækkar höfuðstóll gengisbundinna lána verulega. Eins og fram kom í fréttum á föstudag telja allir stóru bankarnir að þeir muni þola slíkan dóm, en hann yrði þó kostnaðarsamur fyrir þá. Gert er ráð fyrir að Hæstiréttur kveði upp dóm sinn á næstu dögum.
Talsmaður ríkistjórnarinnar segir ríkisstjórnina hafa hugað að öllum möguleikum varðandi niðurstöðu Hæstaréttar, en hann segir undirbúningur, að bráðabirgðalög séu í vinnslu til undirritunar. Það er ekki til neitt tilbúið lagafrumvarp en við teljum okkur vita að ef það þyrfti að koma til lagabreytingar hvernig hún þyrfti að verða, sagði talsmaðurinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó