Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
31.3.2007 | 18:05
Fórna lömbin í kosningunni í Hafnarfirði
Fyrsta fórna lambið, var sannleikurinn, annað fórna lambið var drenglindið, þriðja lambið var mannleg reis, fjórða lambið var náunga kjarrleikurinn, fimmta fórna lambið virðingin fyrir skoðunum annara, og nú er ekkert eftir.
Bætum því samskipti okkar Hafnfirðinga að loknum kosningum náum sáttum lifið Heil.
Kv, Sigurjón Vigfússon
31.3.2007 | 17:02
Sigur Alcans er sigur okkar.
Alcan sem á og rekur álverið í Straumsvík hefur sett í undarlega stöðu með atkvæðagreiðslunni. Fyrir liggur nefnilega, að fyrirtækið hefur staðið rétt og lögformlega að öllum undirbúningi þessa máls og er samt sem áður sett í þá stöðu, eitt fyrirtækja hér á landi, að þurfa að berjast fyrir tilveru sinni í kosningabaráttu.
Alcan sótti um stækkun og hefur fengið útgefið starfsleyfi. Stækkun álversins hefur farið í umhverfismat og verið afgreidd þar. Fyrirtækið sótti um lóð fyrir stækkun til Hafnarfjarðarbæjar og fékk og greiddi stórar upphæðir fyrir. Á lokastigum málsins, eða í raun þegar allt átti að vera klappað og klárt, er svo blásið til atkvæðagreiðslu meðal íbúa.
Ekki áður en allt ferlið fór af stað, heldur eftir það. Og það er einmitt þess vegna sem íbúar í Hafnarfirði eru ekki að kjósa um stækkun álversins í dag, heldur breytingu á deiliskipulagi í Straumsvík.
Ekki treysti ég mér til þess að segja til um úrslit kosningarinnar, en líklega verður sigur annarrar hvorrar fylkingarinnar mjög naumur. Ég hef þó á tilfinningunni að stuðningsmenn stækkunar hafi heldur verið að sækja í sig veðrið síðustu dagana.
Og stækkun verði samþykkt með naumum meirri hluta bænum til heilla.
Segjum Já við Stækkun.
31.3.2007 | 16:26
Talandi um áróður.
Gott kvöld
Tilefni þess að ég sendi ykkur línu, er bréf það sem búið er að bera í hús í Hafnafirði og kennt við bændur á bökkum Þjórsár.
Þegar undirskriftirnar eru skoðaðar kemur í ljós að fæst af þessu fólki á beinna hagsmuna að gæta. Aðeins, að mér sýnist, tveir aðilar sem hafa hagsmuna að gæta, sem sagt búa á jörðum sem ná að Þjórsá og vatnsréttindi hafa ekki verið seld á.
Annars er þarna mest fólk sem býr fyrir neðan allar virkjanir og svo gamalmenni sem ekki stunda búskap lengur. Það eru ekki nærri allir á þessum lista sem eiga land að Þjórsá.
Með baráttu kveðju
Guðmundur Sigurðsson
Reykhóli Skeiðum
Þetta fannst mér afar athyglisvert og hafði samband við Guðmund. Hann sagði mér þetta til viðbótar:
Það er nú því miður svo að þessir svokölluðu náttúruverndarsinnar eiga til að skreyta sig ýmist með fölskum eða sviknum fjöðrum. Það er alveg dæmigert að eins og með þetta bréf sem þeir komu af stað, að gera það á þeim tíma að erfitt er að koma vörnum við og látið líta svo út að þarna sé um einhvern meirihluta að ræða.
Staðan er sú hjá okkur sem búum við Þjórsá, að hún var gegnum aldirnar búin að herja á lönd, brjóta bakka og flæða um með tilheyrandi skaða. Eftir að farið var að virkja inn á fjöllum hefur þetta mjög breyst til batnaðar, hún er orðin mun rólegri og fastari í farvegi. Það kemur til út af því að framburður hefur minnkað mikið svo hún er hætt að hlaða undir sig.
Með þessum virkjunum sem fyrirhugaðar eru í neðri Þjórsá mundi hún vera endanlega beisluð í farvegi og landvinningar hefjast hjá mörgum þeim sem eiga land að henni, þar er jafnvel um að ræða hundruð hektara sem er möguleiki að endurheimta.
Kjósum rétt í dag kæru hafnfirðingar, segjum JÁ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 12:27
Samfylkingin í Hafnarfirði samþykkir stækkun Alcan.
Samfylkingin í Hafnarfirði samþykkir stækkun Alcan.
Á fundi sem haldinn var í Flensborg sagði : Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fulltrúi Vinstri Græna að á fundi sem haldinn var bæjarráði fyrr í vetur þegar deilskipulagið var tekið fyrir og samþykkt að leggja það fyrir bæjarbúa í kosningunni og samþykkt með 10 atkvæðum og 1 hjáseta takið eftir enginn á móti að með þögn hefði Samfylkinginn í Hafnarfirði samþykkt stækkun Alcan og styðji hana þar með.
KV, Sigurjón Vigfússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 11:35
Allt fyrir málstaðinn ... notum börnin!
Þeir sem lásu færsluna mína um misnotkun Framtíðarlandsins á börnum (http://stundinokkar.blog.is/blog/stundinokkar/entry/151735/) eru væntanlega ekki hissa á því að mér finnist það ósmart að andstæðingar stækkunar álversins etji börnunum sínum út í svona lagað. Ég sá til dæmis grein í bæjarblaðinu þar sem 10 ára barn er að kvarta yfir því að fá ekki að kjósa. Kommon! Trúir því virkilega einhver að 10 ára barn sé miður sín yfir því að hafa ekki kosningarétt?
Nei, þessi skæruhernaður er farinn að minna mann á fréttir utan úr heimi þar sem börnum er atað út í grjótkast eða þeim sigað fremst í víglínur í borgarstríðum með hríðskotabyssur eða basúkkur í hendinni! Ég efast um að öllum Hafnfirðingum þyki smekklegt að vera með þessum hætti komin í hóp með Palestínu, Írak og Sierra Lione!
Ég sá líka mjög skrítin komment út í gamla fólkið í Hafnarfirði hjá einum andstæðingi stækkunar, en hann virtist vera þeirrar skoðunar að fólk sem væri dautt innan fárra ára ætti ekki að hafa kosningarétt! Já, þið lásuð rétt og ef þið haldið að þetta séu útúrsnúningar þá er best að láta beina tilvitnun í umrædd skrif fylgja hérna með:
"Hitt er síðan alveg fullgild spurning, hvort það sé í raun og veru þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði að ákvarða, með eða á móti, í máli sem hafa mun áhrif á unga og ófædda til næstu 60 til 80 ára ef stækkun verður samþykkt. Ég tel ekki," segir einn sólarmaðurinn á http://redlion.blog.is/blog/redlion/entry/159379/. Þetta væri raunar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt.
Hafnfirsk ungmenni mótmæla álversstækkun |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 21:26
Er kaffibandalagið sprungið?
Er kaffibandalagið sprungið eða verður mynduð hér fjögra flokka ríkisstjórn með hrikalegum afleiðingum fyrir efnahagslífið í landinu.
Ef þetta væri útkoman í kosningunum þá sé ég ekkert annað í spilunum en að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram kjölfestan í næstu ríkisstjórn eða hvernig teljið þið næstu ríkisstjórn samsetta,
Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 13:15
Alcan hefur eytt um 20 milljónum í auglýsingar.
Á opnum fundi í Hafnarfirði í Hafnarborg um álverið kom mér á óvart útreikningur fréttastofunar um auglýsingarnar sem Alcan hefur verið að senda út. Þar kom fram að Alcan hefur eytt um 20 milljónum í auglýsingar.
Á fundi í Flensborg á miðvikudag var Alcan sakað um að hafa eytt 200 milljónum í kosningabaráttuna. Meira að segja hún Guðfríður Lilja, hélt þessu fram á fundinum. Ekki veit ég hvaðan Sól í straumi og VG fái fyrrnefndu töluna en það er komið á daginn að hún er röng.
Sól í straumi er ekki eins saklaus og fátæk og hún þykist vera. Þeir halda því fram að hafa bara eytt ,,nokkrum hundraðköllum " í baráttuna. Það finnst mér nokkuð ótrúverðugt því að ef við reiknum allt inn í, sjónvarpsauglýsinguna, bolina blöðð,bæklinga, kort, allar auglýsingar þá er það mjög ótrúverðugt að það hafi "bara farið nokkrir hundraðþúsundkallar" í herferðina. Ekki reikna ég allar auglýsingarnar frá Framtíðarlandinu inn í dæmið.
Mér er persónulega alveg sama hvað Sól í Straumi eyddu miklu fjármagni, þau eiga bara að segja rétt frá og ekki vera að ýkja í báðar áttir.
Á morgu er kosið um deiliskipulagið. Alveg sama hvernig útkoman verður þá munu eftirmálin verða flókin. Það er víst að Hafnafjarðarbær þarf á fjármagninu að halda.
Eitt er víst að afstöðuleysi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um stækkunina skaðar ekkert nema þá sjálfa. Þó er eitt víst að það eru skiptar skoðanir hjá langflestum flokkum um álverið en hvergi er eins mikill ágreiningur eins og má hjá Samfylkingunni. Í viðtali í Kastljósi sem og í Island í dag sagði Ingibjörg Sólrún hreit og beint út að ef hún kæmist til vala þá mundi hún segja NEI við stækkun álversins. Sama sagði Ágúst varaformaður enga atvinnuuppyggingu í Hafnarfjörð ætli það gildi líka um vestfirðina, norðurland og allt Ísland?
Kv,Sigurjón Vigfússon, trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna Alcans.
Stækkum Alcan já Takk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2007 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 10:26
Ekki aftur mistökin frá 1904
Ekki aftur mistökin frá 1904
Voru stæðstu mistök sem Hafnfirðingar gerðu 1904 eru þau nú að koma niður á okkur Hafnfirðingum geta þau endurtekið sig nú rúmum 103 árum síðar í annari mynd.
Árið 1904 þann 28. Ágúst var stofnað í Hafnarfirði útgerðarfélag sem fekk nafnið Fiskveiðahlutafélag Faxafóa tilgangur var að stunda fiskveiðar með botnvörpuskipi, keyptur var til landsins botnvörpuskipið ,, Coot eða fyrsti togari íslendinga og kom hann til Hafnarfjarðar 6. mars 1905.
Var það upphafið á atvinnuþróun og uppbyggingu í Hafnarfirði.
Önnur mistök frá árinu 1904 voru gerð í 12. desember þegar Jóhannes J Reykdal
Setti upp rafal við lækinn í Hafnarfirði og lýsti upp bæinn þetta var fyrsta virkjun á Íslandi.
Engin íbúasamtök voru stofnuð til að koma í veg fyrir þetta og búa Íslendingar en við þetta, afleiðingin er sú að landsmenn hafa þurft að flytja út úr moldakofunum.
Tökum því rétta afstöðu segum já við Stærra og betra Álveri.
Kv,Sigurjón Vigfússon, trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna Alcans.
Stækkum Alcan já Takk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2007 | 00:34
Þeir á DAS mega þeir kjósa?
Ég held ekki að Hafnfirðingar séu svo veruleikafirrtir.Allavega vona ég að þeir séu það ekki. Samfylkingarmeirihlutann sýna þann heigulshátt og svik við hagsmuni Hafnafjarðar að láta Ingibjörgu Sólrúnu kúga sig til þagnar og afstöðuleysis. Bæjarstjórnin á einfaldlega að skora á Hafnfirðinga að tryggja áframhaldandi hátt atvinnustig og fjárhagsgrundvöll bæjarfélagsins með því að samþykkja deiliskipulagið.Verði Hafnfirðingar afvegaleiddir í afstöðu sinni til framtíðarinnar af undirförlu og svikulu utanbæjarpakki er næsta víst að þeir munu úthýsa samfylkingunni um ókomna framtíð.Þá er upp kemst um svik.
Kjósendur um allt land munu þá hegna samfylkingunni verðskuldað og gera hana að áhrifalausum smáflokki 12, maí.Hún er auðvitað á hraðri leið með að verða smáflokkur,litla systir klofningsbróðursins.
Hafnfirðingar ætla ekki að kjósa atvinnu og lífsbjörg út úr bænum.Sú var tíðin að verklýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði átti leiðtoga sem mig minnir að hafi heitið Hermann Guðmundsson,skeleggur ,málefnalegur og fastur fyrir.Íhaldsmaður,sem snérist til vinstri.Ég veit ekki hver stjórnar Hlíf nú,en vona að það sé ekki nádeild frá Samfylkingunni,sem vill hönd dauðans yfir framtíðarhagvöxt eyjunnar bláu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 16:51
Munu öll börn í Hafnarfirði deyja?
Undanfarið hefur Sól úr straumi dreift myndbandi bæði í gegnum netið, sem og með auglýsingum í sjónvarpi. Þar hefur CO2 losun álversins verið lýst sem eitri sem muni drepa börnin í Hafnarfirði, við sjáum hvernig börnin kafna í reyk og hósta.
Staðreyndin er að allt í kringum okkur er CO2, í andrúmsloftinu eru eitthvað í kringum 0,03% og við öndum frá okkur um 4,5% CO2 (ef ég mann rétt úr menntaskóla). Hvert og eitt okkar skaffar um 1 kg af CO2 til andrúmsloftsins á sólarhring. Allt í kringum okkur eru CO2 gjafar, án þess að það sé að hafa sérstaklega slæm áhrif á okkur eða börnin okkar. Að sjálfsögðu er þetta í úrblæstri bíla, rotnun og svo framvegis. Þegar við öndum, þegar við brennum kerti, í hveravatni og eldgos svo einhver vel þekkt dæmi séu nefnd.
Það efast enginn um að þessar tölur eru réttar með útblásturinn álversins í samanburði við bílaflotann. Það er hins vegar framsetningin sem eru verulega gagnrýniverð. Losun þessa CO2, hefur ekki meiri áhrif á börn Hafnarfjarðar frekar en losun á sama magni á Húsvík. Skildi Sól í Straumi hafa heyrt um hugtakið "Global Warming"? Það hentar þeim því miður ekki að segja frá hinum raunverulegu áhrifum CO2, það væri ekki eins dramatískt fyrir húsmæður í Hafnarfirði.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó