Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
29.3.2007 | 14:52
Þjóðarsáttmáli Fortíðarlandsins:
Þjóðarsáttmáli Fortíðarlandsins:
-Við heitum því að nýta okkur aldrei nokkurn snefil af tækninýungum eða hátækni
-Við heitum því að leggja niður allar virkjanir og hætta umsvifalaust allri orkunotkun á Íslandi
-Við heitum því að stunda einvörðungu sjálfsþurftarbúskap og snerta ekki auðlindir landsins
-Við heitum því að gera Ísland aftur að fátækustu og vanþróuðustu þjóð Evrópu líkt og við vorum fyrir 100 árum!
Látum nú hendur standa fram úr ermum góðir íslendingar og skrifum undir þjóðarsáttmála Fortíðarlandsins. Við megum ekki láta glepjast af gylliboðum hátæknialdarinnar og þeytast áfram upp lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífskjör og gæði, látum staðar numið og snúum aftur á slóðir forfeðranna, aftur til fornalda!
Sjálfsþurftarbúskapur eða dauði!
-Fortíðarlandið
Verður framtíðin svona tekið af síðu annarstaðar.
29.3.2007 | 09:45
Flokkar hinna vinnandi stétta skammist sín!
Í gegnum tíðina hafa flokkar á vinstri væng stjórnmálanna státað sig af því, að hafa barist fyrir hagsmunum vinnandi fólks í landinu. Lengi vel var innistæða fyrir yfirlýsingum af þessu tagi en nú eru blikur á lofti.
Verkafólk og iðnaðarmenn sinna margvíslegum störfum og misvel er búið að starfsfólki sem hefur ekki valið sér að ganga menntaveginn til að fá fín störf í banka eða opinberri stofnun. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé, að verkalýðshreyfingin hafi á undanförnum áratugum hvergi náð betri árangri fyrir sitt fólk en í álverinu í Straumsvík. Kjarasamningar á þeim bænum hafa verið fyrirmynd annarra, réttindi þar eru meiri en annars staðar, launin eru góð og launamunur milli kynjanna er enginn. Um þetta efast í raun ekki nokkur maður og því mætti ætla að störfin í álverinu væru einmitt þau sem stjórnmálaflokkar hinna vinnandi stétta ættu að slá skjaldborg um og verja með ráðum og dáð.
En það er öðru nær! Sá flokkur sem skilgreinir sig lengst til vinstri og leggur ríkari áherslu en aðrir á félagshyggju, jafnrétti kynjanna og réttindi vinnandi fólks, leggur stóriðjuna nánast í einelti og vill helst hafa störfin af okkur sem vinnum í álverinu. Í staðinn er boðið upp á eitthvað annað sem að mínu viti eru slæm bítti. Hinn flokkurinn á vinstri vængnum er lítið skárri þótt andstaðan við okkar góðu störf sé ekki eins afdráttarlaus og hjá þeim sem fyrr voru nefndir. Flokkurinn virðist hafa gleymt uppruna sínum enda er svo komið að vinnandi fólk á varla samleið með honum líkt og endurteknar mælingar gefa ótvírætt til kynna.
Það eru mikil vonbrigði að vinstri flokkarnir skuli vinna gegn hagsmunum þeirra sem treyst hafa flokkunum til góðra verka. Ég vona þeirra vegna að þeir sjái að sér svo verkafólk og aðrir gamlir stuðningsmenn þurfi ekki að brjóta odd af oflæti sínu og leita yfir á hægri vænginn með atkvæði sitt í komandi alþingiskosningum.
Andrés Ingi Vigfússon, starfsmaður í álverinu í Straumsvík og trúnaðarmaður fyrir VR.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2007 | 19:03
Verkstjórafélag Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi við stækkun
Verkstjórafélag Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi við stækkun
Á stjórnarfundi Verkstjórafélags Hafnarfjarðar, sem haldinn var 17. mars síðastliðinn, var samþykkt stuðningsyfirlýsing við stækkun álversins í Straumsvík. Verkstjórafélagið segir að þar starfi margir af félagsmönnum sínum og njóti góðrar starfsaðstöðu.
Kv,Sigurjón Vigfússon
28.3.2007 | 15:24
Loddarar í VG. og Samfylkingu.
Undarlegur viðsnúningur Vinstri Græna og þingflokks Samfylkingarinnar þegar kemur að starfsmönnum Alcan.
Þegar ríkisbankarnir voru seldir höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur af starfsmönnum bankana og görguðu hátt.
Þegar síminn var seldur höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur af starfsmönnum símans og görguðu hátt.
Þegar rætt var um breytingar á rekstrafyrirkomulagi Ríkisútvarpsins höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur og starfsmönnum Ríkisútvarpsins og görguðu hátt enda allt opinber fyrirtæki.
VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar segjast hara áhyggjur að velfer launafólks.
Þegar kemur að kosningu um Alcan hafa VG og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur og garga hátt þeir eru hræddir um að Hafnfirðingar segi já og Starfsmenn Alcan haldi vinnunni til framtíðar.
Svona eru viðhorf þeirra til Starfsmanna Alcan.
Hefur þá VG og þingflokkur Samfylkingarinnar áhyggjur að velfer launafólks?
Starfsmenn Alcan hvaða flokk ætlið þið og vinir ykkar og fjölskylda að kjósa í vor?
Kv, Sigurjón Vigfússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 13:44
Konur, hátæknin, nýsköpunin, álið, lífsviðurværið og framtíðin.
Ég hvet alla Hafnfirðinga, ekki hvað síst hafnfirskar konur, til að fara í fjöldaheimsóknir í álverið í Straumsvík til að kynna sér af eigin raun starfsemina þar, aðbúnað starfsmanna og störf þeirra. Ekki er verra, ef þið líka skoðið myndræna framsetningu stækkunar álversins á vefnum www.straumsvik.is, því sjón er sögu ríkari.
Hafnfirðingar, hugsum til framtíðar, verndum störfin og fjölgum þeim í okkar fallega bæ, þá vegnar okkur vel. Virkjum hugann og verndum náttúruna, með því að segja JÁ við stækkun álversins í Straumsvík og þar með auka störf, tækni, iðnað, þróun og nýsköpun í Hafnarfirði og vernda náttúru jarðarinnar með því að stuðla að innflutningi stóriðju til lands sem notast við græna orkulind.
Unnur Stella Guðmundsdóttir
Hafnfirðingur og 27 ára mastersnemi í raforkuverkfræði.
Hvet fólk að lesa þessa grein alla. linkur
Kv. Sigurjón Vigfússon
28.3.2007 | 09:51
Anstæðingar stækkunar vilja meina eldriborgurum um að kjósa.
Vistmenn á DAS, í Hafnarfirði hafa beðið um að Alcan kæmu og upplýsti það um stækkunar málið og Alcan hefur gert svo .
Þetta virðist vera bannað að sögn þeirra sem eru á móti stækkun þeir treysta ekki eldriborgurum til að mynda sé sjálfstæðum skoðun um málinu svo getur verið að menn hafi fordóma um að eldriborgarar á DAS, kjósi með.
Mega þeir ekki búa við sama lýðræðið og upplýsingar aðrir landmenn. Enn þeir fordómar sem sí og æ koma fram um starfsmenn Alcan sömu fordómar virða vera gagnvart eldriborgurum í Hafnarfirði.
Margir vistmenn á DAS eru fyrverandi starfsmenn Alcan og flestir menn á DAS sem ég hef hitt munu kjósa með stækkun sumir þeirra er utan af landi og vita hvað það er að hafa vinnu og hvað það er að vera atvinnulaus þeir hafa líka séð byggðir dala út á landi þeir geta ekki hugsað sé að hið sama gerist í Hafnarfirði.
Þá koma svörin svona.
.
Auðvitað á að sýna þeim eldri fulla virðingu og kynna þeim málin, en þá frá báðum hliðum.
Hitt er síðan alveg fullgild spurning, hvort það sé í raun og veru þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði að ákvarða, með eða á móti.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 02:49
Arðsemi Landsvirkjunar vel ásættanleg af stóriðju.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það rangt hjá Kristínu Pétursdóttur, hagfræðingi og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Singer og Fridlander bankans í London, að Landsvirkjun sé rekin með óviðunandi arðsemi".
Haft var eftir Kristínu í Fréttablaðinu í gær að íslenskir skattborgarar væru að niðurgreiða rafmagn" til stóriðju.
Fyrir liggur samkomulag milli Landsvirkjunar og Alcan á Íslandi um raforkuverð, sem er ekki síðra en það verð sem Fjarðaál greiðir, en það gefur 11,9 prósenta arðsemi eiginfjár. Hagur Landsvirkjunar af sölunni er svipaður og hjá sambærilegum raforkufyrirtækjum á Vesturlöndum," segir Friðrik.
Tekið af Vísi.is
Kv. Sigurjón Vigfússon
27.3.2007 | 22:41
Alcan: Raflínur í jörðu
Stór hluti raflína að álverinu í Straumsvík verður lagður í jörðu samkvæmt nýju samkomulagi Alcan og Landsnets. Álverið greiðir kostnaðinn og Hafnarfjarðarbær mun ekki bera neinn kostnað af breytingunum.
Ekki stendur aðeins til að nýjar línur fara í jörð heldur líka hluti þeirra sem fyrir eru. Sú kvöð fylgir þessu samkomulagi að stækkun álversins verði samþykkt í kosningunum á laugardag.
Helstu breytingarnar verða þær að línumannvirki við Vallarhverfið verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennistöðvarinnar við Hamranes. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða grafnar í jörð við Kalárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum aðeins þjónusta íbúðabyggð í Hafnarfirði.
Kv, Sigurjón VigfússonStjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2007 | 21:16
Hvað lengi eiga Hafnfirðingar að þola rangfærslur frá Sólarmönnum.
Á vef MBL í gær, segja sólarmenn að staðreyndin er sú að þau 40 ár sem Ísal/Alcan hefur starfað í Hafnarfirði hafa einungis þrjú fyrirtæki orðið til vegna starfsemi álversins. Er þetta satt eða logið?
Svo fátt eitt skal talið um svo köllur þrjú fyrirtæki ,: Ansa,Stímir ,Blendi, Kerfóðrun,Ísegl, Alur, JRJ og fleirri.
Það er ýmist deilt í tölur eða markfalda til að helga meðalið aldrei farið rétt með því getur umræðan ekki verið heiðarleg.
Kv, Sigurjón Vigfússon
27.3.2007 | 19:19
Ekki má kynna eldriborgurum stækkun Alcans.
Vistmenn á DAS, í Hafnarfirði hafa beðið um að Alcan kæmu og upplýsti það um stækkunar málið og Alcan hefur gert svo .
Þetta virðist vera bannað að sögn þeirra sem eru á móti stækkun þeir treysta ekki eldriborguðum til að mynda sé sjálfstæðum skoðun um málinu svo getur verið að menn hafi fordóma um að eldriborgarar á DAS megi ekki búa við sama lýðræðið og upplýsingar aðrir landmenn eins og þeir fordómar sem sí og æ koma fram um starfsmenn Alcan sömu fordómar virða vera gagnvart eldriborgurum í Hafnarfirði.
Margir vistmenn á DAS eru fyrverandi starfsmenn Alcan og flestir menn á DAS sem ég hef hitt munu kjósa með stækkun sumir þeirra er utan af landi og vita hvað það er að hafa vinnu og hvað það er að vera atvinnulaus þeir hafa líka séð byggðir dala út á landi þeir geta ekki hugsað sé að hið sama gerist í Hafnarfirði.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó